Óveður er skollið á í Eyjum og er nú í gildi appelsínugul viðvörun. Klukkan 16 tekur rauð viðvörun gildi. Landhelgisgæslan var kölluð út í hádeginu til að sinna sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum.
Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar var þyrlan kölluð út vegna veikinda en sjúkraflugvél gaf verkefnið frá sér vegna veðurs. „Þyrla Gæslunnar lenti á bílastæðinu á Hamrinum laust eftir klukkan 13 og flutti viðkomandi til Reykjavíkur.” segir Ásgeir í samtali við Eyjafréttir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst