Mikilvægi héraðsfréttamiðla undirstrikað

Málþing í tilefni af 50 ára afmæli Eyjafrétta og 10 ára afmæli eyjar.net  :: Ráðherra, fulltrúar fjölmiðla og fleiri höfðu framsögu „Það er mjög mikilvægt að halda utan um framsækna og öfluga fjölmiðla á Íslandi til að segja fréttir og veita okkur, sem störfum á vettvangi stjórnmálanna eða í atvinnulífinu, nauðsynlegt aðhald sem er brýnt […]

Skrifað undir samninga um tvo nýja strengi til Eyja

Landsnet IMG 9282 (003) Cr

Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets hefur skrifað undir samning við fulltrúa frá Hengtong Submarine Cable um kaup og lagningu á 38,8 km af sæstrengjum. Um er að ræða tvo nýja Vestmannaeyjastrengi og nýjan streng yfir Arnarfjörðinn. Í tilkynningu á vefsíðu Landsnets segir að lagningarskip komi til landsins sumarið 2025 og mun leggja alla strengina. Nýju strengirnir  munu bæta afhendingaröryggið á […]

Tímaáætlanir staðist vel í nýrri áætlun

farthega_opf

Herjólfur flutti 68.094 farþega í júní sem er 539 farþegum minna en fluttir voru í júní árið áður, segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs. Hann segir jafnframt að fluttir hafa verið 181.702 farþegar fyrstu sex mánuði ársins sem er 3% aukning frá árinu áður. „Átta ferða siglingaáætlun hófst 1. júlí og hefur gengið vel að […]

Ljósleiðarinn og Tölvun í samstarf um fjarskiptaþjónustu á ljósleiðarakerfi Eyglóar

Ljósleiðarinn

Ljósleiðarinn og Tölvun ehf. hafa hafið samstarf með það að markmiði að bjóða fjarskiptaþjónustu til heimila og fyrirtækja á kerfi Eyglóar í Vestmannaeyjum. Framkvæmdastjóri Ljósleiðarans segir fátt mikilvægara en samkeppnina þegar kemur að ljósleiðaramálum. Eigandi Tölvunar segir Ljósleiðarann sterkan bakhjarl sem gæti tryggt Vestmannaeyingum gott og hnökralaust samband. Fyrir 25 árum setti forveri Ljósleiðarans fyrsta […]

Goslokahátíð – myndband

Image1 (16)

Það var ekki að sjá annað en að gestir Goslokahátíðar væru í hátíðarskapi í gær þegar Halldór B. Halldórsson fór um með myndavélina. Myndirnar tala sínu máli. (meira…)

Fylltu skipið af karfa á 30 tímum

20220816_bergur_tm_min

Bergur VE kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn með fullfermi af karfa að aflokinni stuttri veiðiferð. rætt er við Ragnar Waage Pálmason skipstjóra á vef Síldarvinnslunnar. Þar er hann spurður hvernig veiðin hefði gengið. ,,Hún gekk býsna vel. Það var jöfn og góð veiði. Veitt var á Reykjaneshryggnum en síðasta holið var þó tekið […]

Laxey lýkur 900 milljóna hlutafjárútboði

laxey_seidast_laxey_is_cr

Félagið hefur nú undirbúning að áfanga tvö í áframeldi á laxi í Vestmannaeyjum Laxey, félag sem byggir upp landeldi á laxi í Vestmannaeyjum, lauk nýlega 900 milljóna króna viðbótar hlutafjáraukningu, sem verður nýtt til að hefja undirbúning á öðrum áfanga í uppbyggingu á landeldi félagsins. Áfangi tvö mun bæta 4.500 tonna framleiðslu á laxi við […]

Getum ekki látið geðþótta ráða för

Í gær greindi Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri frá því að bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og  HS Veitur hefðu tekið ákvörðun um að höfða skaðabótamál á hendur Vinnslustöðinni vegna tjóns sem skip dótturfélags fyrirtækisins olli á neysluvatnslögninni milli lands og Eyja sl. haust. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net – aðspurður um hvort deiluaðilar hafi […]

Sigurleif nýr umsjónarmaður Frístundar

Sigurleif Kristmannsdóttir hefur verið ráðin sem nýr umsjónarmaður Frístundar í GRV Hamarskóla. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar. Sigurleif er menntuð sem tómstunda- og félagsmálafræðingur og hefur starfað í nokkur ár sem frístundaleiðbeinandi og aðstoðarforstöðumaður á frístundaheimili. Sigurleif hefur þegar hafið störf og sér um sumarfjörið í sumar þar sem mörg ævintýri bíða […]

Á áætlun hjá VSV

Í haust hófust framkvæmdir við nýtt tveggja hæða steinhús á Vinnslustöðvarreitnum. Alls verður nýbyggingin um 5.600 fermetrar, sem í verður saltfiskvinnsla á neðri hæð og innvigtun uppsjávarafla á efri hæð. „Framkvæmdin er ennþá á áætlun samkvæmt Eyktarmönnum. Við erum að stefna á að geta byrjað að nota neðri hæðina í janúar fyrir saltfiskinn. Í dag […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.