Tvö verkefni í Eyjum hljóta styrk úr Lóu

Tilkynnt hefur verið um úthlutanir úr Lóu – nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina. Í ár hljóta 27 verkefni styrk alls fyrir tæplega 139 milljónir króna. Nýsköpunarverkefnin sem hljóta styrk að þessu sinni eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg og dreifast um landið allt. Í tilkynningu frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu segir að styrkjum úr Lóu sé […]
Töfrar Jóhönnu Guðrúnar

Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir er flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár ásamt Fjallabræðrum. Lagið heitir Töfrar og var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun. Í ár eru 150 ár liðin frá því að fyrsta Þjóðhátíðin var haldin í Eyjum og ljóst að hátíðin verður sérlega vegleg í ár. Hlusta má á lagið í spilaranum hér að […]
Veglegur styrkur í rauðátu-verkefnið

Bjarkey Gunnarsdóttir Olsen matvælaráðherra hefur úthlutað um 491 milljónum króna úr Matvælasjóði. Alls hljóta 46 verkefni styrk en 198 umsóknir bárust til sjóðsins. „Matvælasjóður spilar lykilhlutverk til að frjóar hugmyndir og lífvænleg verkefni í matvælaframleiðslu og -vinnslu nái að dafna og vaxa“ segir matvælaráðherra. „Það er jafnframt gleðiefni að sjá að úthlutanir dreifast nokkuð jafnt á […]
Fríin nýtt með fjölskyldunni

Sandra Dís Sigurðardóttir er ein sjómannskvenna sem Eyjafréttir ræddu við í Sjómannadagsblaðinu. Aldur? 28 ára. Atvinna? Er að útskrifast með Bsc í iðjuþjálfunarfræði núna í júní og fer síðan í starfsréttindanámið í haust til að geta starfað sem iðjuþjálfi. Byrjaði í febrúar 2024 að vinna aðeins með náminu á Bjarginu dagdvöl. Fjölskylda? Halldór Friðrik Alfreðsson 27 ára […]
Þrjú útköll það sem af er degi

Dagurinn hefur verið annasamur hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sem hefur þrívegis verið kölluð út, það sem af er degi. Frá þessu er greint í færslu á facebook-síðu Landhelgisgæslunnar. Veikindi um borð í bresku rannsóknarskipi Í gærkvöld hafði skipstjóri á bresku rannsóknarskipi samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vegna veikinda um borð. Skipið var þá statt um 300 sjómílur […]
Flutningurinn gekk vel

Í síðustu viku átti sér stað fyrsti flutningur milli RAS kerfa innan seiðastöðvar Laxeyjar þegar fyrsti skammturinn var færður frá RAS 1 yfir í RAS 2. Fram kemur í facebook-færslu fyrirtækisins að mikil undirbúningur hafi verið búinn að eiga sér stað til að tryggja að flutningurinn myndu ganga sem best. „Flutningur milli RAS kerfa er […]
39 umsagnir bárust

Stækkun á hafnarsvæði, Brimneskantur og viðlegukantur undir Kleifum var tekið fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á mánudaginn sl. Þar var lagt fram að lokinni auglýsingar á skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna nýrra landnotkunareita fyrir hafnarsvæði Vestmannaeyjahafnar. Alls bárust 39 umsagnir vegna málsins. 7 frá opinberum umsagnaraðilum, 10 frá fyrirtækjum og félögum […]
Hafró kynnir ráðgjöf fyrir komandi fiskveiðiár

Hafrannsóknastofnun kynnir úttekt á ástandi helstu nytjastofna og ráðgjöf fyrir komandi fiskveiðiár föstudaginn 7. júní 2024 kl. 9.00. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að kynningin fari fram í höfuðstöðvum stofnunarinnar að Fornubúðum 5, Hafnarfirði en verður einnig streymt. Fundurinn er öllum opinn fyrir alla áhugasama, sjá tengil á streymi hér. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 08:30 […]
Þór aðstoðar skútu

Björgunarskipið Þór var kallað út skömmu eftir miðnætti vegna erlendrar skútu sem lent hafði í töluverðum vandræðum djúpt suður af landinu. Haft er eftir Jóni Þór Víglundssyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar á fréttavefnum mbl.is að tólf manns hafi verið um borð í skútunni en engin alvarleg meiðsl orðið á fólki. Vandræðin fólust í því að segl skútunnar […]
Gera ráð fyrir allt að 110 íbúðum

Vestmannaeyjabær hefur nú boðað til íbúafundar og auglýsir einnig tillögu á vinnslustigi að breytingu aðalskipulags Vestmannaeyja 2015-2035 og nýtt deiliskipulag fyrir íbúðabyggð og leikskóla við Malarvöll. Tillagan gerir ráð fyrir allt að 110 íbúðum í blandaðri byggð einbýlishúsa, raðhúsa, lítilla fjölbýla og stærri fjölbýlishúsa með lyftu. Gert er ráð fyrir bílakjallara fyrir raðhús og fjölbýli. Grænt […]