Leitar leiða til að halda uppi þjónustu án skerðingar

trillur_skutur_23

Framkvæmda- og hafnarráð tók fyrir þjónustu við höfnina á fundi sínum nýverið. Fram kemur í fundargerð að vegna mikils álags og óviðráðanlegra aðstæðna varðandi starfsmannamál óskar Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri eftir því að fá leyfi til að leita leiða til að halda uppi allri þjónustu án skerðingar hjá höfninni. Ráðið samþykkti ósk hafnastjóra. Þá fól […]

Gersemar í Krosskirkju

fr_20201213_149991.2e16d0ba

Krosskirkja í Austur- Landeyjum í Rangárþingi- Eystra er án efa ein fallegasta sveitakirkja á Íslandi. Kirkja hefur verið að Krossi um aldir en sú sem nú stendur þar var reist árið 1850 og er nú friðuð. Altaristafla kirkjunnar er ein merkasta gersemi íslenskrar menningarsögu og hafa Landeyingar varðveitt hana vel í hátt í 400 ár. […]

Hlynur Már heiðraður fyrir frækilega björgun

DSC_4310

Sjómannadagsráð Vestmannaeyja sæmdi Hlyn Má Jónsson, vert á Lundanum heiðursskildi fyrir hetjulega björgun sjómanns úr höfninni í Vestmannaeyjum þann 27. febrúar 2024. Málsatvik voru þau að Hlynur skutlar tveimur úr áhöfn Kap II VE um borð. Annar fer strax um borð en hinn er í smá spjalli í bílnum hjá Hlyni. Fer síðan og röltir […]

Orðið ófært í Landeyjahöfn

herj_fani

Ferðir Herjólfs kl. 14:30 frá Vestmannaeyjum og kl. 15:45 frá Landeyjhöfn falla niður þar sem ófært er til Landeyjahafnar vegna ölduhæðar. Farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að færa bókun sína. Herjólfur siglir til Þorlákshafnar seinnipartinn í dag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 17:00. Brottför frá Þorlákshöfn […]

Uppboðið skilaði á þriðju milljón

DSC_3950

Það var góð stemning á sjómannadagsballinu í Höllinni í gærkvöldi. Þar var boðið upp á glæsilega dagskrá og frábær mat frá Einsa kalda. Veislustjórar kvöldsins voru þeir Auddi og Steindi. Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar mættu með tónlistaratriði. Eyjahjónin Kristín og Sæþór Vídó gerðu slíkt hið sama og Kristó tók einnig nokkur lög. Ballband kvöldsins, […]

Gísli Matthías er Eyjamaður vikunnar

gisli_sigmars

Sjómannadagurinn skipar stóran sess í menningarlífi eyjamanna. Metnaðarfull dagskrá var í boði alla helgina og er það Sjómannadagsráð sem fer með skipulagningu hennar. Formaður ráðsins er Gísli Matthías Sigmarsson og er hann því Eyjamaður vikunnar. Fullt nafn: Gísli Matthías Sigmarsson. Fjölskylda: Ég er sonur Sigmars Gísla og Ástu Kristmannsdóttur. Systir mín heitir Ágústa Dröfn og bróðir Sæþór […]

Minning: Anna Sigríður Grímsdóttir

Untitled 1000 X 667 Px 6

Anna okkar, ljúfa Anna, er látin, tæplega 96 ára að aldri. Hún bar ekki aldurinn með sér, var með allt á hreinu,  fylgdist vel með og alltaf með sitt fallega bros. Það kom okkur því mjög á óvart, sem segir mikið, þegar við fengum upphringingu um snögg veikindi hennar sem leiddu til andláts skömmu síðar. Fallegar […]

Halla Tómasdóttir kosin forseti

Á tíunda tímanum í morgun var loks búið að telja upp úr kjörkössunum í forsetakosningunum. Með þeim er ljóst að Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. Halla hlaut 34,3 prósent atkvæða, 9,1 prósentustigi meira en Katrín Jakobsdóttir sem varð önnur með 25,2 prósent atkvæða. Halla Hrund Logadóttir var þriðja og hlaut 15,5 prósent á landsvísu. Í […]

Lífið á sjónum

DSC_7648

Það er vel við hæfi að gera sjómannslífinu smá skil hér á sjómannadaginn. Óskar Pétur Friðriksson slóst í för með áhöfninni á Þórunni Sveinsdóttur VE nýverið. Þar tók hann fjölmargar myndir og má sjá nokkrar þeirra hér að neðan. (meira…)

Sjómannadagur: Dagskrá dagsins

IMG_1193

Landsmenn halda sjómannadaginn hátíðlegan í dag, sunnudag. Í Vestmannaeyjum hefst dagskráin klukkan 13.00 á sjómannamessu. 13.00 Sjómannamessa í Landakirkju. Séra Guðmundur Örn predikar og þjónar fyrir altari. Eftir messu verður minningarathöfn við minnisvarða hrapaðra og drukknaðra. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur nokkur lög og Drengjakór Reykjavíkur syngur. Blómsveigur lagður að minnisvarðanum. Guðni Hjálmarsson stjórnar athöfninni. Að lokinni […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.