Varnarmaðurinn sterki í liði ÍBV Avni Pepa mun yfirgefa félagið í félagsskiptaglugganum sem opnar næsta sunnudag. Avni, sem leikið hefur 54 leiki fyrir ÍBV síðan hann samdi við félagið árið 2015, sagði á samfélagsmiðlum í dag að hann væri liðsfélögum sínum og öllum hjá ÍBV þakklátur. Jafnframt sagði hann það hafa verið heiður að fá að klæðast treyju ÍBV og að leikurinn á sunnudaginn yrði hans síðasti fyrir félagið.