Bæjarstjóra falið að kalla eftir hlutlægu mati á verðmæti Sparisjóðs Vestmannaeyja
Á 1497. fundi bæjarstjórnar var bæjarstjóra falið að kalla eftir hlutlægu mati á verðmæti Sparisjóðs Vestmannaeyja þegar hann var yfirtekinn af Landsbankanum. �?á var bæjarstjóra einnig falið að kalla eftir lögfræðilegu mati á framgöngu ríkisaðila í tengslum við þann gjörning þegar Sparisjóðurinn var með þvinguðum aðgerðum einhliða sameinaður við Landsbanka Íslands.
a. Hlutlægt yfirmat á verðmæti Sparisjóðs Vestmannaeyja
Með bréfi dagsettu 22. maí óskaði Vestmannaeyjabær eftir því að Landsbankinn legði sig fram um að eyða vafa og tortryggni um mat á eignum og skuldbindingum Sparisjóðsins. Með bréfi dagsettu 10. júní hafnaði Landsbankinn að veita Vestmannaeyjabæ eða öðrum aðgang að gögnum um matið og um framkvæmd yfirmats og byggði á þeirri meginforsendu að samkomulag bankans við stjórn SPVE væri háð ákvörðun FME. Vegna afstöðu Landsbankans leitaði Vestmannaeyjabær til FME með bréfi dagsettu 19. júní 2015 og fór fram á að stjórnvaldið heimilaði Landsbankanum að framkvæma yfirmat. FME svaraði með bréfi dagsettu 15. júlí. �?ar kom fram að Samkomulag SPVE og Landsbankans væri einkaréttarlegs eðlis. Allt að einu var ljóst að stjórnvaldið legðist ekki gegn því að Landsbankinn yrði við beiðni um yfirmat. Ekki væru þó forsendur fyrir afskiptum stjórnvaldsins heldur ættu hefðbundin réttarúrræði við. 21. júlí sendi Vestmannaeyjabær Landsbankanum bréf og ítrekaði beiðni um yfirmat enda legðist FME ekki gegn slíku. Landsbankinn svaraði því með bréfi dagsettu 14. ágúst þar sem því var hafnað.
b. Framganga ríkisaðila
Í beinu framhaldi af 1497. fundi bæjarstjórnar kallaði Vestmannaeyjabær eftir lögfræðilegu mati á framgöngu ríkisaðila við þvingaða sameiningu Sparisjóðs Vestmannaeyja og Landsbankans. Slíkt mat liggur nú fyrir. Helstu niðurstöður þess eru að í þeirri atburðarás sem leiddi til endaloka SPVE hafi opinberir aðilar mögulega brotið gegn ýmsum reglum stjórnsýsluréttarins svo sem jafnræðisreglu, meðalhófsreglu, réttmætisreglu og fl.
Í greinargerð lögmanns Vestmannaeyjabæjar er fjallað um möguleg úrræði í framhaldi af fyrirliggjandi greinargerð.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að gæta áfram að hagsmunum bæjarfélagsins hvað þetta ríka réttlætismál varðar. Bæjarstjórn beinir því sérstaklega til bæjarstjóra að:
i. Stefna Landsbankanum til að veita óháðum dómskvöddum matsmönnum aðgengi að því verðmati sem lá til grundvallar verðmæti stofnfjárhluta í SPVE.
ii. �?ska eftir áliti umboðsmanns Alþingis á framgöngu stjórnvalda í máli þessu.
iii. Beina kvörtun til fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna endaloka SPVE þar sem kallað er eftir mati á því hvort stjórnvöld [FME og Bankasýslan] sinntu verkefnum sínum með lögmætum, réttmætum og samræmdum hætti og í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti.
Bókunin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Nýjustu fréttir

Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.