Bæjarstjóri vill opna Surtsey fyrir ferðamönnum
Í dag var ný sýning um Surtsey opnuð við hátíðlega athöfn í Eldheimum en sýningin er þar á efri hæð hússins. �?ar með hafa Eldheimar svo gott sem fengið endanlegt útlit með sögu gossins í Surtsey og Heimaeyjargossins tíu árum síðar en íbúum Vestmannaeyja og gestum þeirra býðst að skoða Eldheima endurgjaldslaust á morgun, laugardag og sunnudag. Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra opnaði sýninguna með formlegum hætti en auk hans tóku til máls Elliði Vignisson, bæjarstjóri, Borgþór Magnússon, varaformaður Surtseyjarfélagsins og Kristín Linda Árnadóttir. Elliði viðraði við þetta tækifæri þá hugmynd hvort ekki væri rétt að opna Surtsey fyrir litlum ferðamannahópum en Eyjan hefur verið lokuð almennri umferð síðustu 50 árin.
Sigurður Ingi sagði í ræðu sinni m.a. að sýningarnar í Eldheimum undirstriki tengslin milli eldsumbrotanna sem mynduðu Surtsey og í Heimaey. �??Í hugum okkar Íslendinga er Surtsey einstök, ekki síst þeirra sem fylgdust með Surtseyjargosinu, myndun eyjarinnar og þróun. Eftir gosið var Surtsey gerð að lokuðu nátturverndarsvæði, sem gerði vísindaheiminum mögulegt að fylgjast með hvernig nýtt líf og vistkerfi verður til.�??
Hann bætti því einnig við að Surtsey væri nú á Heimsminjalista samnings Sameinuðu þjóðanna um verndun menningar og náttúruminja heimsins og forsenda þessa að eyjan verði áfram á listanum, væri m.a. að hún yrði áfram lokuð. �??Takmörkun á aðgangi skuldbindur okkur um leið til þess að gefa almenningi og ferðamönnum sem til Eyja koma greinagóðar upplýsingar og kynningu á þróun Surtseyjar og hvernig lífverur nema land og breiðast út um eyjuna. Vísindamenn hafa sett upp líkan um það hvernig eyjan og lífríkið muni þróast og það verður spennandi fyrir vísindamenn framtíðarinnar að fylgjast með þróuninni og sannreyna hvort þessar spár standist eða hvort þróunin verður með öðrum hætti.�??
Auk ræðuhalda var boðið upp á nokkur tónlistaratriði, áður en Surtseyjarsýningin var formlega opnuð.
Stutt myndband frá Surtseyjarsýningunni fylgir fréttinni.

Nýjustu fréttir

Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.