Bæjarstjórnarfundur í beinni
Forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja í ræðustólnum. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar Pétur

Í dag, klukkan 14:00, fer 1622. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja fram í Ráðhúsinu og verður fundinum streymt í beinni útsendingu.

Á dagskrá eru fjölmörg veigamikil mál sem varða framtíð bæjarins, þar á meðal samgöngumál, samningur um Herjólf, íbúakosning um þróunarsvæðið M2 og þjóðlendukröfur íslenska ríkisins í Vestmannaeyjum. Einnig verður fjallað um breytingar á bæjarmálasamþykkt, mögulega fýsileikakönnun á byggingu sjúkrasundlaugar og fyrirhugaða opinbera heimsókn forseta Íslands.

Þá liggja fyrir fjölmargar fundargerðir ráða og nefnda, meðal annars um skipulagsmál, gjaldskrár, orkumál og dagvistunarmál. Alla dagskrá fundarins má sjá hér fyrir neðan útsendingargluggann.

Dagskrá:

Almenn erindi
1.   201212068 – Umræða um samgöngumál
2.   201906047 – Breytingar á bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjabæjar
-Seinni umræða-
3.   202601039 – Íbúakosning 2026 um þróunarsvæðið M2
4.   202511153 – Samningur um Herjólf
5.   202402026 – Þjóðlendukröfur íslenska ríkisins-Vestmannaeyjar
6.   202511143 – Opinber heimsókn forseta Íslands
7.   202601094 – Tillaga um fýsileikakönnun á byggingu sjúkrasundlaugar
Fundargerðir
8.   202511010F – Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja – 431
Liður 8.1, Vesturvegur 25 – Umsókn um breytingu á deiliskipulagi, liggur fyrir til staðfestingar. Um er að ræða staðfestingu á tillögu um breytt deiliskipulag.

Liðir 8.2-8.6 liggja fyrir til upplýsinga.

9.   202512001F – Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja – 323
Liður 9.1, Reglur um skammtímadvöl fyrir fötluð börn, liggur fyrir til staðfestingar.

Liðir 9.2-9.4 liggja fyrir til upplýsinga.

10.   202512004F – Fræðsluráð Vestmannaeyja – 401
Liður 10.4, Innritunar- og innheimtureglur leikskóla Vestmannaeyjabæjar, liggur fyrir til staðfestingar.

Liðir 10.1-10.3 og 10.5-10.6 liggja fyrir til uplýsinga.

11.   202512002F – Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja – 329
Liður 11.3, Framkvæmdir og sérsamþykkir – 2026, liggur fyrir til umræðu.

Liður 11.5, Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs og móttökustöð – 2026, liggur fyrir til staðfestingar.

Liður 11.6, Gjaldskrá Slökkviliðs Vestmannaeyja, liggur fyrir til staðfestingar.

Liður 11.7, Hásteinsvöllur – Flóðlýsing, liggur fyrir til umræðu.

Liðir 11.1-11.2, 11.4 og 11.8 liggja fyrir til upplýsinga.

12.   202512005F – Bæjarráð Vestmannaeyja – 3250
Liður 12.4, Tjón á neysluvatnslögn NSL3, liggur fyrir til umræðu.

Liðir 12.1-12.3 og 12.5-12.12 liggja fyrir til upplýsinga.

13.   202512006F – Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja – 432
Liðir 13.1-13.7 liggja fyrir til upplýsinga.
14.   202601003F – Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja – 433
Liður 14.2, Deiliskipulag við Rauðagerði, liggur fyrir til staðfestingar. Um er að ræða auglýsingu á tillögu að breyttu skipulagi.

Liðir 14.1 og 14.3-14.7 liggja fyrir til upplýsinga.

15.   202601002F – Bæjarráð Vestmannaeyja – 3251
Liður 15.2, Orkumál, liggur fyrir til umræðu.

Liður 15.4, Gjaldskrá Vestmannaeyjabæjar árið 2026, liggur fyrir til staðfestingar.

Liður 15.5, Almannavarnalögn NSL4, liggur fyrir til umræðu.

Liður 15.8, Auglýsing vegna uppbyggingar og reksturs heisluræktar við Íþróttamiðstöð Vm., liggur fyrir til umræðu.

Liður 15.10, Skipulag nefnda og ráða, liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.

Liður 15.15, Málstefna, liggur fyrir til staðfestingar.

Liðir 15.1, 15.3, 15.6-15.7, 15.9, 15.11-15.14 og 15.6-15.21 liggja fyrir til upplýsinga.

16.   202601004F – Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja – 324
Liðir 16.1-16.4 liggja fyrir til upplýsinga.
17.   202601005F – Fræðsluráð Vestmannaeyja – 402
Liður 17.1, Opið bréf varðandi dagvistunarmál, liggur fyrir til umræðu.

Liður 17.2, Heimgreiðslur, liggur fyrir til umræðu.

Liðir 17.3-17.6 liggja fyrir til upplýsinga.

Nýjustu fréttir

Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.