Bærinn í mál við Vinnslustöðina
Kápan af vatnslögininni sem skemmdist. Eyjar.net/Óskar P. Friðriksson

Vestmannaeyjabær og HS veitur fara fram á fullar bætur, sem nema að minnsta kosti 1,5 milljörðum króna, vegna tjónsins sem varð á vatnslögn til Vestmannaeyja. Lögnin hafði skemmst þegar akkeri Hugins VE losnaði og festist í lögninni síðastliðinn Nóvember.

Í samtali við RÚV segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, að bænum hafi verið í lófa lagið að tryggja lögnina fyrir tjóni. Lögnin sé staðsett á ákveðnu hættusvæði í höfninni og hvaða skip sem er gæti hafa orðið fyrir því að þurfa að varpa akkeri.

Í bókun Írisar Róbertsdóttur bæjarstjóra segir að Vinnslustöðin, VÍS og Huginn ehf. viðurkenni bótaskyldu en að þeir vísi til siglingalaga sem takmarka tjónabæturnar við 360 milljónir króna.

Íris segir í samtali við RÚV að þrátt fyrir „gamlar klausur í siglingalögum“ þá sé hún bjartsýn á niðurstöðu málsins.

 

 

 

Nýjustu fréttir

Draumar æskuáranna rættust
ÍBV tapaði toppslagnum gegn Val
Handverksmenn sýna í Einarsstofu
Samninganefnd skipuð vegna endurskoðunar á Herjólfssamningi
Markmiðin eru skýr – að efla Vestmannaeyjar
Stórskipakantur mikilvægur í mögulegri fóðurframleiðslu
Stórleikur í Eyjum – toppslagur ÍBV og Vals
Prófkjör framundan hjá sjálfstæðismönnum í Eyjum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.