Vestmannaeyjabær undirbýr nú kröfur til óbyggðanefndar í allt það landsvæði á Heimaey, auk eyja og skerja sem tilheyra Vestmannaeyjum og fjármála- og efnahagsráðherra hefur gert kröfu í.
Í bókun bæjarráðs segir að ráðið muni ráða lögfræðinga til að fara með kröfur Vestmannaeyjabæjar í málinu en allur málskostnaður er greiddur af ríkinu. Þá mun Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss, aðstoða við gagnaöflun.
Í niðurstöðu segir að bæjarráð samþykki samhljóða að ráða Ólaf Björnsson og Jóhann Pétursson sem lögmenn Vestmannaeyjabæjar til að fylgja kröfum Vestmannaeyjabæjar eftir.
Þá ítrekar bæjarráð áskorun sína til fjármála- og efnahagsráðherra að kröfur ríkisins verði dregnar til baka.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst