Enska B-deildarliðið Reading og Esbjerg frá Danmörku hafa komist að samkomulagi um að Gunnar Heiðar Þorvaldsson fari á láni til Reading frá og með næstu áramótum. Þetta staðfesti Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Gunnars Heiðars, í samtali við Vísi í dag. Hann segir að nú standi yfir samningaviðræður milli Gunnars Heiðars og Reading.