Bandarískur sóknarmaður til ÍBV
Allison Lowrey

Bandaríska knattspyrnukonan Allison Lowrey hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV og mun leika með liði meistaraflokks kvenna í Lengjudeildinni í sumar. Fram kemur í frétt á heimasíðu ÍBV að samningur Allison sé til loka tímabils en hún kemur til ÍBV frá Texas A&M eftir að hafa einnig leikið með háskólaliði Rutgers.

Allison er 22 ára sóknarmaður og hafði Jón Ólafur Daníelsson þjálfari ÍBV, þetta um hana að segja. „Hún er kraftmikill framherji sem lætur finna vel fyrir sér. Allison skorar mörk í öllum regnbogans litum, hvort sé með hægri eða vinstri fæti eða með skalla. Hún leggur líka upp mörk fyrir samherja sína, enda með mjög góðan leikskilning og nákvæmni í sendingum. Þá er Alisson mjög vinnusöm inni á vellinum.“

Knattspyrnuráð hlakkar til samstarfsins við Allison en hún er væntanleg til Vestmannaeyja fyrir lok janúar.

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.