Bandarískur varnarmaður til ÍBV
lexie-knox-ibvsp
Lexie Knox. Mynd/ibvsport.is

Bandaríska knattspyrnukonan Lexie Knox hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV og mun því koma til með að spila með liðinu í Lengjudeild kvenna í sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Lexie er 25 ára varnarmaður sem hefur leikið í Noregi, Albaníu og einnig í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Hún var lykilmaður í albanska liðinu Vllaznia sem tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar árið 2022 en í riðlinum lék liðið við Chelsea, PSG og Real Madrid. Á síðustu leiktíð lék hún með norska liðinu Klepp í 1. deild þar í landi.

Knattspyrnudeildin býður Lexie velkomna til Vestmannaeyja og hlakkar til að sjá hana á vellinum á næstu vikum, segir í tilkynningu knattspyrnudeildar ÍBV.

Nýjustu fréttir

Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.