Bergur og Vestmannaey með fullfermi
20221101 121730
Vestmannaey VE við bryggju.

Vestmannaeyjaskipin, Bergur VE og Vestmannaey VE, lönduðu bæði fullfermi í gær. Þetta kemur fram í fétt á vef Síldarvinnslunnar. Bergur landaði í heimahöfn í gærdag en Vestmannaey landaði í Neskaupstað í gærkvöldi. Afli beggja skipanna var mest ýsa og þorskur. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, segir að það hefði verið ágætis reitingur allan túrinn. „Þetta var í reynd alveg fínasti túr. Aflann fengum við á Gerpisflaki og á Gula teppinu. Við vorum á Gerpisflaki á nóttunni en á Gula teppinu á daginn. Gula teppið var alveg dautt á nóttunni en þar fékkst helst ýsa og ýsan þar var stærri og betri en á Gerpisflaki,“ segir Jón.

Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, segir að þeir hafi reynt fyrir sér víða í túrnum. „Við byrjuðum við Eyjar og drógum okkur austur. Við vorum að leita að ufsa en árangurinn var sáralítill. Þegar austur var komið var veitt á Skrúðsgrunni, Gerpisflaki og í Reyðarfjarðardýpi. Það var engin mokveiði en það mjólkaðist inn hjá okkur jafnt og þétt,“ segir Birgir Þór.

Bæði Bergur og Vestmannaey munu halda til veiða á ný á morgun og er gert ráð fyrir að það verði síðasta veiðiferð skipanna fyrir jól.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.