B(esta)lið ÍBV kvenna fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Símabikarsins
23. nóvember, 2012
Mikil gróska hefur verið í þroskuðum handknattleik í Vestmannaeyjum undanfarnar vikur og lætur kvenþjóðin ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. Markvissar æfingar hafa verið í vetur undir harðri stjórn Unnar Sigmarsdóttur og hafa þar fyrrum stórstjörnur kvenhandboltans á borð við Vigdísi Sigurðardóttur, Ingibjörgu Jónsdóttur, Kötu Harðar og stórskyttuna Andreu Atladóttur ásamt fleiri yngri leikmönnum verið að leggja unglingaflokk kvenna í hverjum æfingaleiknum á fætur öðrum sem einmitt er stjórnað af Svavari Vignissyni leikmanni b) liðs ÍBV karla (en hann sækir fast að titlinum flest kg/cm í þeim hópi enda er hann liðsmaður tveggja ÍBV liða í bikarkeppninni). Það þykir því vart fréttaefni ólíkt því sem gerist hjá karlaliðinu að kenna ungviðinu lexíu eða tvær.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst