KSÍ hefur birt drög að niðurröðun leikja fyrir Bestu deild karla og kvenna í fótbolta. Besta deild karla hefst föstudaginn 10. apríl. Þá mætast ríkjandi Íslandsmeistarar í Víking R. og Breiðablik í opnunarleik deildarinnar. Deildinni lýkur laugardaginn 24. október. Besta deild kvenna hefst föstudaginn 24. apríl þar sem núverandi Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti Þŕótti R. í opnunarleik. Deildinni lýkur laugardaginn 3. október.
Karlalið ÍBV tekur á móti FH á Hásteinsvelli, í fyrsta leik sumarsins, sunnudaginn 12. apríl. Kvennalið ÍBV, sem leikur nú einnig í Bestu deildinni, fara á Lambhagavöllinn og leika gegn Fram, laugardaginn 25. apríl.
Hægt er að sjá drög að leikjum í Bestu deild karla hér og fyrir Bestu deild kvenna hér.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst