Vegna bilunar sem upp kom í vestur potti Sundlaugar Vestmannaeyja hefur honum verið tímabundið lokað. Þetta kemur fram í tilkynningu á facebook-síðu sundlaugarinnar.
Þar segir enn fremur að unnið sé að viðgerð og verður hann opnaður aftur eins fljótt og hægt er.
Sett verður inn tilkynning á síðu sundlaugarinnar um leið og hann opnar aftur, segir í tilkynningu frá starfsfólki íþróttamiðstöðvarinnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst