Birna inn fyrir Dóru Björk

Á föstudaginn fundaði stjórn Herjólfs og þar boðaði stjórnarformaður Birnu Þórsdóttur kjörinn varamann í stjórn félagsins, sem nýjan stjórnarmann. En eins og áður hefur komið fram sagði Dóra Björk Gunnarsdóttir varaformaður stjórnar sig úr stjórn Herjólfs ohf. þann 10 október síðastliðinn.

Í fundargerð stjórnarinnar segir að í samræmi við ákvæði í hlutafélagalögum um kynjahlutföll í stjórnum opinberra hlutafélaga, boðaði stjórnarformaður Birnu Þórsdóttur kjörinn varamann í stjórn félagsins á fund stjórnarinnar á föstudaginn.

Lúðvík Bergvinsson stjórnarformaður lagði til á fundinum að Grímur Gíslason tæki við af Dóru Björk sem varaformaður stjórnar og var það samþykkt samhljóða.

Nýjustu fréttir

„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.