Komin er út skýrsla þar sem gerð er grein fyrir framkvæmd og helstu niðurstöðum stofnmælingar botnfiska á Íslandsmiðum sem fram fór dagana 27. febrúar til 23. mars 2025. Í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun segir að niðurstöður séu bornar saman við fyrri ár en verkefnið hefur verið framkvæmt með sambærilegum hætti ár hvert frá 1985.
Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum (einnig nefnd marsrall, togararall eða SMB) fór fram í 41. sinn. Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Þórunn Þórðardóttir og
togararnir Breki VE og Þórunn Sveinsdóttir VE, og alls um 100 starfsmenn, tóku þátt í verkefninu. Var þetta fyrsti leiðangur nýs rannsóknaskips, Þórunnar Þórðardóttur, og einnig í fyrsta sinn sem togarinn Þórunn Sveinsdóttir tók þátt í þessu verkefni, að því er segir í skýrslunni.
Þorskur
Stofnvísitala þorsks hækkaði nær samfellt árin 2007-2017, fyrst og fremst vegna aukins magns af stórum þorski. Eftir hámarkið 2017 hefur vísitalan lækkað og er hún aðeins lægri í ár en í fyrra. Fjöldavísitala þorsks 25-45 cm var undir meðaltali en líkt og undanfarin ár var vísitala stærsta þorsks (>70 cm) yfir meðaltali rannsóknatímans.
Magafylli þorsks var nálægt meðaltali og loðna var rúmlega helmingur af fæðu þorsks af öllum stærðarflokkum. Loðna fannst helst í fæðu þorsks út af Vestfjörðum og Húnaflóa.
Ýsa
Stofnvísitala ýsu hefur hækkað frá árinu 2016 eftir að vera lág á árunum 2010-2016. Þó vísitala ýsu hafi lækkað frá því í fyrra þá hefur vísitalan 2023-2025 verið há, eða svipuð og á árunum 2003-2007 þegar hún var sú hæsta á rannsóknatímabilinu.
Meira var af loðnu í mögum millistórrar ýsu en minna í mögum stærstu ýsunnar samanborið við fyrri ár. Loðna fannst helst í mögum út af Vestfjörðum.
Aðrar tegundir
Stofnvísitala ufsa hækkaði en litlar breytingar voru á vísitölum steinbíts, skarkola og gullkarfa. Þó var vísitala 10-15 cm gullkarfa yfir meðallagi. Vísitölur keilu og löngu voru þær hæstu frá upphafi mælinga og einnig hefur vísitala skötusels hækkað á síðustu árum.
Hitastig sjávar
Hitastig sjávar við botn mældist að meðaltali hátt líkt og undanfarna tvo áratugi, segir að endingu í tilkynningunni.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.