Nokkrir úteyingar úr Álsey voru að sigla í land á tuðru núna fyrr í kvöld. Veður versnaði töluvert þegar líða fór á og sjór aukist þannig að þeir treystu sér ekki að sigla í gegnum Faxasund og við Ystaklett. Kölluðu þeir þá í björgunarbátinn �?ór um hálf átta í kvöld. �?ór hélt á móti tuðrunni og tók ferðalangana um borð í �?ór en tveir vel gallaðir björgunarsveitarmenn fóru um borð í tuðruna og sigldu henni til hafnar. Ekki virtust menn neitt skelkaðir en fegnir að komast til hafnar. �?skar Pétur Friðriksson ljósmyndari Eyjafrétta tók þessar myndir.