Blátindur kominn á þurrt - myndir

Eins og við greindum frá var hafist handa við að lyfta Blátindi VE 21 af hafnarbotninum í morgun. Okkar maður Óskar Pétur Friðriksson var að sjálfsögðu á staðnum og fylgdist með herlegheitunum og myndaði.

Verkefnið var í höndum GELP diving og stýrt af Gunnlaugi Erlendssyni. “Það var frábærlega að þessu staðið hjá Gunna og félögum,” sagði Óskar Pétur í samtali við Eyjafréttir. “Aðgerðin gekk fullkomlega upp og eiga þeir mikinn heiður skilinn sem að henni stóðu.”

Næstu skref eru að meta ástandið á bátnum og í framhaldinu að ákveða honum hlutverk og dvalarstað.

Hér að neðan má sjá myndir frá Óskari Pétri sem sýna ferlið frá A til Ö.

Nýjustu fréttir

Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.