Íbúafjöldinn kominn yfir 4700

„Það eru 4724 íbúar skráðir,“ segir starfsmaður Vestmannaeyjabæjar aðspurður um íbúatölur í bæjarfélaginu í gær. Síðast þegar Eyjafréttir tóku stöðuna á íbúafjöldanum voru 4690 manns skráðir í Eyjum. Það var um miðjan júní. Það hefur því fjölgað í Eyjum um 34 á fjórum og hálfum mánuði. Nánar um íbúaþróun í Eyjum. (meira…)
Daði hringdi og þá var ekki aftur snúið

„Ég er sonur Óskars og Sigurbáru. Amma mín og afi eru Siggi Gogga og Fríða og svo Krístín Ósk og Friðbjörn. Kristín Ósk er dóttir Óskars pípara þannig að ræturnar eru í Vestmannaeyjum,“ segir Sigurður Georg Óskarsson hjá Laxey sem flutti með fjölskylduna til Eyja til að vinna í Laxey. Sigurður er véla- og orkutæknifræðingur […]
Gáfu til Landakirkju á 60 ára afmæli

Vélaverkstæðið Þór var stofnað þann 1.nóvember 1964 í Vestmannaeyjum. Í gær var haldið upp á 60 ára afmæli fyrirtækisins og var boðið til afmælisfögnuðar í golfskálanum. Eigendur Þórs létu ekki þar við sitja heldur gáfu þeir hjálparstarfi Landakirkju eina milljón króna á þessum tímamótum. Stofnendur Þórs voru þeir Garðar Þ. Gíslason, Hjálmar Jónsson og Stefán […]
ChatGPT plus fær íslenskar raddir

Nýjar íslenskar raddir eru komnar inn í talgervil mállíkansins ChatGPT. Því er nú hægt að tala upphátt á íslensku við mállíkanið og fá svar til baka, á íslensku. Fyrirtækið uppfærði talgervil sinn í ChatGPT Plus í vikunni sem er nú aðgengileg öllum notendum sem greiða fyrir aðgang (Plus er kostuð útgáfa gervigreindarinnar), með betri raddvirkni […]
Sögur, söngur og sýningar

Dagskrá Safnahelgar heldur áfram og er eitt og annað á boðstólnum í dag. Hér að neðan er farið vel yfir þá dagskráliði. Laugardagurinn 2. nóvember RÁÐHÚS Kl. 11:00-14:00 verður gestum boðið að kynna sér hinar miklu endurbætur innanstokks. SAGNHEIMAR Kl. 14:00 koma í heimsókn skáldmennin Guðmundur Andri Thorsson, Jón Kalman Stefánsson og Sindri Freysson sem kynna og […]
Fá Hauka í heimsókn

Lokaleikur sjöundu umferðar Olísdeildar kvenna fer fram í dag. Þá fær ÍBV lið Hauka í heimsókn. Liðin eru í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Haukar með 8 stig og ÍBV með 6 stig. Flautað verður til leiks klukkan 14.00 í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja í dag. (meira…)
Systurskipin landa fyrir austan

Systurskipin Bergur VE og Vestmannaey VE, lönduðu bæði enn og aftur fullfermi í Neskaupstað á miðvikudag og í gær. Á vef Síldarvinnslunnar segir að afli beggja skipa hafi verið langmest þorskur, vænn og fallegur fiskur. Ragnar Waage Pálmason, skipstjóri á Bergi, segir að veðrið hafi verið afar leiðinlegt þegar veiðar hófust. „Við hófum veiðarnar norðarlega […]
Eitt best geymda leyndarmál Íslands

Tímaritið Time Out birti í gær val sitt á tuttugu og einum áfangastað í Evrópu sem almennt eru taldir vanmetnir og ferðamenn ættu að íhuga að heimsækja á næsta ári. „Á sama tíma og margir staðir í álfunni glíma við ofgnótt ferðamanna, bíða þessir vanræktu áfangastaðir eftir að vera uppgötvaðir,” segir m.a. í umfjölluninni. Eitt […]
Grasið víkur fyrir gervigrasi

Í dag voru teknar fyrstu skóflustungurnar af grasinu á Hásteinsvelli. Grasi sem lagt var árið 1992. Til stendur að leggja nýtt gervigras á völlinn. Vestmannaeyjabær óskaði nýverið eftir tilboðum í verkið sem felst í jarðvinnu við frágang á yfirborði og lagnir í jörð vegna gervigrasvallar og svæða undir komandi vallarlýsingarmöstur. Skóflustungurnar tóku þau Erlingur Guðbjörnsson, formaður […]
Framboðslisti Pírata í Suðurkjördæmi

Píratar hafa nú birt fullskipaða lista sína fyrir þingkosningarnar 30. nóvember. Flokkurinn býður fram í öllum kjördæmum og er með listabókstafinn P. Framboðslisti Pírata í Suðurkjördæmi: Týr Þórarinsson kvikmyndagerðarmaður Álfheiður Eymarsdóttir bæjarfulltrúi og stjórnmálafræðingur Linda Björg Arnheiðardóttir öryrki og heimavinnandi húsmóðir Þórir Hilmarsson skósmiður og stjórnarmaður í Vr Sindri Mjölnir Magnússon listamaður Sunna Rós Víðisdóttir lögfræðingur […]