Aldrei mælst jafnmikið af sandsíli

Þann 30. ágúst lauk leiðangri á Bjarna Sæmundsyni HF 30 þar sem rannsakað var ástand sjávars, sæbjúgna og sandsílis. Í ár var mesti þéttleiki sandsíla frá upphafi (mynd 1), en sandsíli hefur verið vaktað frá árinu 2006. Í leiðangrinum voru tekinn sýni með sandsílaplóg á þremur svæðum, Faxaflóa, Vestmannaeyjar að Vík í Mýrdal og Ingólfshöfða. […]
Að byggja upp atvinnu í Vestmannaeyjum

„Það var alltaf hugmynd okkar Daða að byggja upp atvinnu í Vestmannaeyjum. Verandi í fiski höfðum við fylgst með uppgangi í fiskeldi í Noregi og Færeyjum. Fiskeldi á landi var það eina sem kom til greina og eitt leiddi af öðru. Markaður fyrir lax er í dag sá stærsti og hann er þekktasta varan og […]
ÍBV á beinu brautinni

Eyjamenn eru komnir með annan fótinn í Bestu deild karla eftir að hafa unnið stórsigur á Grindavík 6:0 á Hásteinsvelli í dag. Slagurinn er á milli ÍBV og Fjölnis sem berjast um toppsætið í Lengjudeildinni þegar ein umferð er eftir. ÍBV situr í efsta sætinu með 38 stig og mætir Leikni úr Reykjavík í Breiðholtinu […]
Háir vextir, verðbólga og samgöngur efst á baugi

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar og Jóhann Páll Jóhannsson alþingismaður héldu opinn fund í Eyjum í gær. Undanfarna daga hefur Kristrún ferðast um landið ásamt þingmönnum flokksins og efnt til 18 opinna funda um húsnæðis- og kjaramál. Kappsmál hjá okkur að opna málefnastarfið „Vestmannaeyjar eru góður fundarstaður og það er alltaf gaman að koma og taka púlsinn […]
Unnar vann fyrsta stigamótið í snóker

Fyrsta stigamót vetrarins í snóker fór fram í Vestmannaeyjum í gær en þetta er í fyrsta sinn í áratugi sem stigamót er haldið utan höfuðborgarsvæðisins. Unnar Bragason mætti Eyjamanninum Þorsteini Hallgrímssyni í úrslitaleik og hafði betur 2-1. Unnar byrjaði betur í leiknum og komst yfir með stuði upp á 69 stig. En Þorsteinn vann sig […]
Fjármagn vantar fyrir ríkisstyrktu flugi

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í liðinni viku var einu sinni sem oftar umræða um samgöngumál. Fram kemur í fundargerðinni að á fundi með Vegagerðinni í lok ágúst hafi komið fram að búið væri að bjóða út ríkisstyrkt flug til Vestmannaeyja. Ekki er búið að ganga frá samningi því ríkið hefur ekki tryggt að fullu það […]
Leggja allt kapp á að vinna deildina

Nú eru tvær umferðir eftir í Lengjudeild karla og eru strákarnir staðráðnir í að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu og stefna því á sigur í dag þegar þeir mæta liði Grindavíkur í síðasta heimaleiknum. Eyjafréttir heyrðu í Hermanni Hreiðarssyni, þjálfara meistaraflokks karla. Nú eru tvær umferðir eftir af mótinu og þið í efsta […]
ÍBV fær Grindavík í heimsókn – frítt inn

Næst síðasta umferð Lengjudeildar karla hófst í gær með leik nágrannana í Njarðvík og Keflavík. Lyktaði leiknum með markalausu jafntefli, sem kemur sér ágætlega fyrir ÍBV í toppbaráttunni. Eyjamenn eru því enn á toppi deildarinnar með 35 stig, jafn mörg og Keflavík sem hefur leikið leik meira. Þér er boðið á síðasta heimaleik sumarsins Í […]
Sigur gegn Gróttu

ÍBV vann í dag góðan útisigur á Gróttu í fyrstu umferð Olís deildar kvenna. Hjá ÍBV var Marta Wawrzykowska frábær í markinu. Hún varði 24 skot, meðal annars vítakast á síðustu mínútu leiksins þegar Grótta gat minnkað muninn í eitt mark. Leiknum lauk með tveggja marka sigri ÍBV, 21-23. Sunna Jónsdóttir var markahæst Eyjakvenna, með […]
Stelpurnar steinlágu í Kórnum

Lokaumferð Lengjudeildar kvenna fór fram í dag. Eyjastúlkur mættu HK á útivelli. LEikurinn var 18 mínútna gamall þegar HK hafði skorað fyrsta markið. Þær bættu svo við öðru marki skömmu fyrir leikhlé. Í byrjun seinni hálfleiks bættu heimastúlkur við tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili. Þær innsigluðu svo sigurinn með marki á 75 mínútu. Lokatölur […]