Er vorið á næsta leiti?

Gul veðurviðvörun fyrir Suðurland var sagt í fréttum ríkisfjölmiðilsins. Hún á ekki við í Vestmannaeyjum þessa stundina. Bjart og fallegt veður og snjórinn sem féll í nótt yfir öllu. Hann gæti haldist fram á morgundaginn en á þriðjudaginn fer að hlýna og dagana á eftir spáir austan átt og rigningu sem er kærkomin eftir þurrka […]

Brenndu olíu fyrir 25 milljónir fyrstu þrjár vikurnar

Nú loðnuvertíð er að ljúka er ljóst að eitthvað mun draga úr raforkuþörf í Vestmannaeyjum með hækkandi sól. Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi hjá Landsnet sagði í samtali við Eyjafréttir að strengirnir sem virkir eru séu að flytja um 12,5 MW. „Síðustu vikur höfum við ekki þurft að keyra neytt varaafl í Eyjum. HS Veitur hafa hins […]

ÍBV deildarmeistari 2023

ÍBV varð í dag deildarmeistari í Olísdeild kvenna í handknattleik. Liðið innsiglaði titilinn með sigri á Selfoss á heimavelli, 41:27, eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 21:15. Sigurinn var jafnframt sá tuttugasti í röð hjá liðinu. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2004 sem ÍBV verður deildarmeistari í handknattleik kvenna en […]

Geta orðið deildarmeistarar í dag

Það er nóg um að vera í íþróttamiðstöðinni í dag þar sem bæði karla og kvenna lið ÍBV standa í ströngu. Veislan hefst klukkan 14:00 þegar karlaliðið tekur á móti liði Fram. Fram er í 7. sæti með 21 stig en ÍBV í því þriðja með 24 stig. Keppnin um 2. til 7. sæti deildarinnar […]

Fýsileikakönnun á gerð jarðganga til Vestmannaeyja

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp sem ætlað er að leggja mat á fýsileika jarðganga milli lands og Vestmannaeyja, byggt á fyrirliggjandi vísindagögnum og nýjustu upplýsingum. Starfshópurinn hefur það hlutverk að setja fram sviðsmyndir um mismunandi útfærslur og kosti og galla hverrar fyrir sig. Þá metur starfshópurinn arðsemi framkvæmdarinnar. Loks á starfshópurinn […]

Framlög til Vestmannaeyjabæjar skerðast um 184 milljónir

Endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga var til umræðu á fundi bæjarráðs sem fram fór í gær. Í samráðsgátt stjórnvalda er að finna til umsagnar frumvarp til laga og skýrslu starfshóps um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Umsagnarfrestur er 27. mars 2023. Markmiðið er að bæta gæði jöfnunar, einfalda útreikninga og skipulag sjóðsins og að Jöfnunarsjóður […]

Skammta vatn til Vestmannaeyjahafnar

Vegna mikillar vatnsnotkunar síðustu vikurnar þarf að skammta vatn til Vestmannaeyjahafnar þetta kemur fram í tilkynningu frá höfninni. Eingöngu verður hægt að fá vatn til að þrífa og landa en ekki til að setja vatn í lestarnar “Þar sem þvottur á uppsjávarskipunum er mjög vatnsfrekur að þá munum við skammta vatn í samvinnu við veiturnar […]

Allir geta tekið þátt í The Puffin Run

The Puffin Run 2023 fer fram 6. maí. 1.200 þátttakendur eru skráðir og uppselt er í hlaupið. Sighvatur Jónsson hitti þau Látra systkini sem voru að æfa fyrir hlaupið setti saman þetta skemmtilega myndband. (meira…)

Rekstarafkoma Vestmannaeyjabæjar jákvæð árið 2022

Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2022 var tekinn til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í dag. Ársreikningurinn sýnir glögglega sterka stöðu bæjarsjóðs, jákvæða rekstrarafkomu, góða eignastöðu og litlar skuldir. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar. Heildarrekstrartekjur samstæðu Vestmannaeyjabæjar voru 8.013 m.kr. og rekstrargjöld 7.453 m.kr. Rekstrarafkoma samstæðunnar (A og B hluta) var jákvæð […]

Bæjarstjórn Vestmannaeyja – Bein útsending

1593. fundur Bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í fundarsal Ráðhúss, 23. mars 2023 og hefst hann kl. 17:00. Hægt verður að nálgast útsendinguna í spilaranum hér fyrir neðan: Dagskrá: Almenn erindi 1. 202303102 – Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2022 – fyrir umræða 2. 201212068 – Umræða um samgöngumál 3. 201006074 – Kosning í ráð, nefndir og stjórnir […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.