Ævintýramaður sem elskar Eyjar

Hann sigraði í einstaklingskeppni WOW Cyclothon árið 2019 með miklum yfirburðum og sló fyrra met um rúmlega þrjár klukkustundir þegar hann lauk keppni á 52 klst og rúmlega 36 mínútum. Hann hefur hjólað í frítíma sínum yfir Ísland, þvert og endilangt, og fer sjaldnast auðveldu leiðina, hann þekkir líklega hálendi Íslands betur en margir Íslendingar. […]

Mistrið hefur sinn sjarma

Mistrið sem hrellti fólk á höfuðborgarsvæðinu á gær á upptök sín á söndunum á Suðurlandi. Í sterkri austsuðaustanáttinni  berst mökkurinn yfir hluta Suðurlands og stundum alla leið yfir á Faxaflóa. Fyrirbrigði sem sést vel frá Eyjum og er heldur hvimleitt. En hefur líka sína fegurð eins og þessi mynd Adda í London sýnir. Gott skyggni […]

Erfiðasta 10K hlaup landsins

Vestmannaeyjahlaupið fer fram á laugardaginn, þetta er í tólfta skipti sem hlaupið er haldið, en það hefur þrisvar sinnum verið valið götuhlaup ársins. Magnús Bragason og Sigmar Þröstur Óskarsson eru mennirnir á bakvið þetta hlaup, sem og Puffin run sem sló öll aðsóknarmet í vor þegar 856 einstaklingar hlupu hringinn um Heimaey. Bæði hlaupin eru […]

Hressó – eitthvað fyrir alla

Í Hressó er boðið upp á úrval af líkamsræktartímum við allra hæfi. Þeir sem sækja stöðina eru frá 12 ára og yfir 80 ára! Ef þig langar til að æfa þá erum við með lausnina fyrir þig. Hvort sem þú vilt æfa á eigin vegum í tækjasal eða fá leiðsögn í hóptímum. Það eru allir […]

Hákon Daði að komast á skrið

Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson leikmaður Gummersbach gerir sér góðar vonir um að fá grænt ljós til þess að mega æfa á fullu á nýjan leik með samherjum sínum eftir eina til tvær vikur. Hann staðfesti þetta í skilaboðum til handbolta.is. Hákon Daði sleit krossband skömmu fyrir síðustu áramót. „Ég er að búast við að fá […]

Teflt á tæpasta vað með vatn og rafmagn

„Við þurfum aðra vatnsleiðslu, nýjan rafstreng milli lands og Eyja, meira varaafl og það er nauðsynlegt að Landsnet tryggi okkur öruggari flutning á rafmagni uppi á landi,“ segir Ívar Atlason, svæðisstjóri vatnssviðs hjá HS-Veitum í Vestmannaeyjum. Hann leggur áherslu á þá staðreynd að vatnsleiðslan sem lögð var milli lands og Eyja árið 2008 er sú […]

ÍBV sigraði 3 -1

ÍBV tók á móti Stjörnunni úr Garðabæ í leik dagsins og fór með sigur af hólmi, 3-1. ÍBV lenti undir á 23. mínútu þegar Einar Karl Ingvarsson skoraði fyrsta mark Stjörnunnar og leiksins. En Eyjamenn náðu yfirhöndinni aftur með tvennu frá Andra Rúnari Bjarnasyni með stuttu millibili;  á 39. og 41. mínútu leiksins, Og leiddu […]

Nýjasti Eyjamaðurinn er forstöðumaður

Nýverið var ráðinn nýr forstöðumaður hjá Íþróttamiðstöðinni, hann á ekki ættir að rekja til Vestmannaeyja en er í stórum vinahóp þar sem margir eiga sterkar rætur til Eyja. Hann flytur hingað um leið og hann tekur við starfinu en hefur í raun haft annan fótinn hér um nokkurt skeið. Ástæðan fyrir þessu öllu saman, er […]

ÍBV tekur á móti Stjörnunni í dag

Á Hásteinsvelli kl. 14:00  í dag mun fara fram leikur íBV og Stjörnunnar. Þessi lið mættust síðast í lok maí í 8. umferð deildarinnar, skömmu fyrir landsleikjahlé. Þá hafði ÍBV ekki unnið leik og það leit út fyrir að liðið væri í smá krísu. Hermann Hreiðarsson, þjálfari, hefur hins vegar alltaf talað um að stutt […]

– Heilsan – Halló rútína!

Haustið er tími endurnýjaðs skipulags, þá tekur við ný dagskrá eftir sumarfrí, þó það megi deila um hvort sumarið hafi yfir höfuð heimsótt okkur þetta árið. Í huga margra Vestmannaeyinga hefst haustið um leið og þjóðhátíðartjaldið er komið í geymslu, en hjá öðrum er það ekki fyrr en skóla- og íþróttastarf hefst af krafti og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.