Elliði Snær með ótrúleg tilþrif

Elliði Snær Viðarsson, sem hefur spilað í um tvö ár með Gummersbach er að gera góða hluti með liðinu. Liðið spilaði æfingaleik við Rothenbach-Halle í Kassel í gær og skoraði hann nokkur mörk, þarf af eitt með ótrúlegum tilþrifum Handbolti.is greinir fyrst frá. Elliði Snær greip boltann á línunni og tókst síðan á einhvern stórfenglegan […]

Birna María að gera góða hluti með U15

Birna María Unnarsdóttir var valin í U15 landslið í knattspyrnu í sumar og fór út með liðinu í síðustu viku til að spila vináttulandsleiki. Liðið gerði góða ferð til Færeyja en íslensku stelpurnar unnu heimaliðið í báðum leikjum liðanna. Birna María var í byrjunarliði Íslands í seinni leiknum og var önnur tveggja leikmanna íslenska liðsins […]

Framhalds aðalfundur ÍBV 31. ágúst

Aðalstjórn ÍBV íþróttafélags hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu. ÍBV íþróttafélag mun halda framhalds-aðalfund þann 31. ágúst næstkomandi kl. 20:00 í Týsheimilinu. Kemur fram að tekin verða fyrir mál sem frestað var á fyrri fundi: Kosning formanns kosning stjórnar kosning í fulltrúaráð kosning tveggja skoðunarmanna önnur mál Framboð til stjórnar þurfi að berast framkvæmdastjóra félagsins […]

Karlalið íBV handbolta sigraði á Ragnarsmótinu

Hið árlega Ragnarsmót í handknattleik karla hefur verið haldið nú í vikunni, en mótið er haldið árlega til minningar um Ragnar sem var einn efnilegasti handboltaleikmaður á Selfossi. Hann lést einungis 18 ára gamall í bílslysi. Yfirleitt mætast bestu lið landsins á mótinu og markar það upphaf keppnistímabilsins í handboltanum. Í ár eru það þessi […]

ÍBV strákarnir heimsækja Akranes í dag

ÍBV sækir íA heim í dag á Akranesi og spilað verður kl 17:00 á Norðurálsvellinum. Þetta verður barátta neðri hluta deildarinnar, en ÍA er á botninum með 8 stig en Eyjamenn með 15 stig í 9. sæti. Okkar menn hafa átt rokkandi frammistöðu undanfarið, en þeir unnu síðasta leik 4-1 gegn FH á heimavelli en […]

Uppfært – Herjólfur kominn af stað

Þessa stundina er Herjólfur bilaður í Landaeyjahöfn. Er hann í fyrstu ferð dagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir að það sé vegna smávægilegrar bilunar í stefni skipsins. „Verið er að vinna að viðgerðum. Ljóst er að röskun verður á áætlun ferjunnar a.m.k. núna fyrri hluta dags. Við komum til með […]

Óli Már yngsti yfirvélstjóri uppsjávarflotans

  Stökkið úr vélarrúmi Kap yfir í Gullberg er býsna stórt en afskaplega spennandi. Hér er allt stærra í sniðum og ýmis búnaður sem þarf að kynnast og læra á. Steini, yfirvélstjóri á gömlu Kap, er hins vegar með í túrnum og heldur í höndina á mér. Ég er því í góðum málum og verkefnið […]

KFS tapaði stórt

KFS spilaði gegn Dalvík/Reyni á Dalvík í dag. Leikurinn fór því miður ekki vel fyrir okkar menn sem fóru heim með 0-5 tap. KFS er enn í 5. sæti deildarinnar með 26 stig, 8 stigum frá toppsætinu. En efstu tvö liðin eru jöfn að stigum, það sem skilur þau að er markatala. KFS á næst […]

FÍV – Fjölbreyttari leiðir til náms og fleiri skilningarvit virkjuð

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum var settur á miðvikudaginn og sama dag var haldið námskeið fyrir nemendur sem eru að hefja nám við skólann. Kennsla hófst síðan samkvæmt stundatöflu á fimmtudaginn.  Innritunin gekk vel og er gert ráð fyrir svipuðum fjölda nemenda og undanfarin ár, eða rúmlega 200 að því er kemur fram hjá skólameistara. „Nemendur stunda […]

Ráðherra vill greiða fyrir orkuskiptum í sjávarútvegi

„Þessi áform eru lögð fram til að gera íslenskum sjávarútvegi kleift að vera áfram í fremstu röð á alþjóðavísu með sjálfbærri auðlindanýtingu, verðmætasköpun og kolefnishlutleysi. Verkefnið er krefjandi og það eru mörg skref eftir, en mikilvægast er að byrja,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Markmið stjórnvalda er að Ísland nái […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.