Börnin og sólin létu sig ekki vanta í dag þegar byrjað var að mála vegg við Tangagötu undir leiðsögn Gunnars Júlíussonar. Gunnar er grafískur hönnuður og listamaður og varð verk hans fyrir valinu til þess að prýða þennan vegg bæjarins í tilefni 50 ára gosloka hátíðar. Í verkinu er blandað saman heitum og köldum goslokalitum og ártölin 1973 og 2023 birtast til að leggja áherslu á að 50 ár séu frá goslokum. Þegar blaðamaður Eyjafrétta kíkti við var komin góð mynd á verkið en Gunnar sagði að lokaútgáfa verksins yrði dýpri þar sem það ætti eftir að mála tákn inn í fletina sem tengjast Eyjunum, eins og fugla, báta, hús og önnur tákn.
Haldið verður áfram með verkið á morgun þriðjudag og miðvikudag frá klukkan 13-16 og hvetjum við öll þau börn sem hafa áhuga að mæta, mála og taka þátt í þessu skemmtilega verkefni.
Hér má sjá myndir frá því í dag:
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst