Bráðabirgðaniðurstöður gefa ekki ástæðu til bjartsýni
lodna_mid_op
Á loðnumiðunum. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar P. Friðriksson

Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson, ásamt þremur uppsjávarveiðiskipum, Heimaey, Polar Ammassak og Barða, verið við loðnumælingar síðan 16. janúar. Veður hafa tafið fyrir mælingum að einhverju leyti en ekki haft teljandi áhrif á niðurstöður þeirra. Mælingar eru núna langt komnar og einungis mælingar Árna Friðrikssonar úti af Vestfjörðum sem eftir standa og munu þær klárast um eða eftir helgi, segir í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun.

Yfirferð skipa í loðnumælingum dagana 16.-24. janúar 2025.

Niðurstöður liggi fyrir öðruhvoru megin við næstu helgi

Þá segir í tilkynningunni að þótt mælingum sé ekki lokið telur Hafrannsóknastofnun rétt að greina strax frá bráðabirgða niðurstöðum mælinganna fram til 24. janúar.

Fyrir austan land varð vart við fullorðna loðnu á nokkuð stóru svæði með mesta þéttleika syðst, sjá mynd hér neðar. Einnig var fullorðin loðna norðvestan til á athugunarsvæðinu en nánast ekkert sást af henni fyrir Norðurlandi. Niðurstöður bergmálsmælinganna sýna að heildarmagn fullorðinnar loðnu sem myndar veiðistofn vertíðarinnar, er aðeins um tveir þriðju þess sem mældist í september 2024. Það er því fyrirséð að þessar mælingar sem lokið er við nægja ekki til að breyta fyrri ráðgjöf um að engar veiðar verði leyfðar veturinn 2024/2025. Þetta er skrifað með þeim fyrirvara að mælingum er ekki lokið fyrir vestan land.

Gert er ráð fyrir að niðurstöður og samantekt alls leiðangursins geti legið fyrir öðruhvoru megin við næstu helgi. Ákvarðanir um frekari mælingar liggja ekki fyrir ennþá.

Leiðarlínur fjögra skipa í loðnumælingu í mismunandi litum dagana 16.-23. janúar 2025 og þéttleiki loðnu samkvæmt bergmálsmælingum

Nýjustu fréttir

Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.