Brotist inn í hús og málið í rannsókn
Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og engin alvarleg mál sem upp komu. Skemmtanahald helgarinnar fór þokkalega fram en eitthvað var þó um pústra án þess þó að kærur liggi fyrir. �?á var eitthvað um að lögregla þuftir að aðstoða fólk til síns heima sökum ölvunarástands þess.
Að morgni 17. ágúst sl. var lögreglu tilkynnt um innbrot í hús við Áshamar en brotist hafði verið inn þá um nóttina þegar húsráðandinn var í vinnu. Stolið var fartölvu, sjónvarpi, lyfjum ofl. auk þess sem nokkrar skemmdir voru unnar innandyra. Er talið að tengsl séu á milli húsráðanda og þess eða þeirra sem þarna voru að verki. Málið er í rannsókn.
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í vikunni sem leið en í báðum tilvikum var um minniháttar óhöpp að ræða og engin slys á fólki.
Ein kæra liggur fyrir vegna brota á umferðarlögum en um er að ræða ólöglega lagningu ökutækis.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.