Knattspyrnumaðurinn Brynjar Gauti Guðjónsson hefur framlengt samningi sínum hjá ÍBV um eitt ár. Brynjar Gauti var í haust m.a. orðaður við uppeldisfélag sitt, Víking Ólafsvík en varnarmaðurinn sterki var þó samningsbundinn ÍBV út næsta tímabil. Hann hefur nú bætt einu ári við þann samning og spilar því væntanlega með ÍBV út tímabilið 2014.