Búið að virkja starfshóp um móttöku flóttafólks
Folk Margmenni2
Fjölmargir skiluðu inn hugmyndum til ríkisstjórnarinnar.

Móttaka flóttafólks var til umræðu á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í gær. Framkvæmdastjóri sviðs upplýsir um stöðu verkefnisins. Búið er að virkja starfshóp á vegum Vestmannaeyjabæjar sem hefur það hlutverk að aðstoða flóttafólk við að komast inn í samfélagið í Vestmannaeyjum. Í umræddum starfshópi eru Anna Rós Hallgrímsdóttir, Drífa Gunnarsdóttir, Klaudia Beata Wanecka og Lára Konráðsdóttir sem jafnframt er tengiliður Vestmannaeyjabæjar við flóttamannateymi Fjölmenningasetursins. Verið er að afla upplýsinga og samræma verklag samhliða því sem verið er að aðstoða einstaklinga sem þegar eru komnir til Vestmannaeyja eða væntanlegir á næstunni.

Í niðurstöðu þakkar ráðið kynninguna og er ánægt með að Vestmannaeyjabær taki þátt í að aðstoða flóttafólk og leggi metnað í að gera það vel svo að fólkið finni fyrir að vel sé tekið á móti því.

Nýjustu fréttir

Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
ÍBV tapaði toppslagnum gegn Val
Handverksmenn sýna í Einarsstofu
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.