Ummælin lét hann falla vegna mikilla byggðahremminga á Suðureyri við Súgandafjörð. Við þessa stefnu hefur Sjálfstæðisflokkurinn staðið, upp á punkt og prik, fyrst með Alþýðuflokknum í eitt kjörtímabil og síðan Framsóknarflokknum í þrjú með tilheyrandi byggðaröskun.
Íbúar landsbyggðarinnar eru reyndar ekki að biðja um ölmusu. �?eir gera hins vegar réttmæta kröfu til þess að sitja við sama borð um lífsgæði, þjónustu og rekstarumhverfi og aðrir landsmenn enda borga þeir sömu skatta.
Fjölmargir íbúar Suðurkjördæmis njóta ekki háhraðatenginga og farsímaþjónustu, sem er þó grundvöllur fyrir menntun og öllum nútíma atvinnurekstri. Ríkisstjórnarár Sjálfstæðisflokksins eru vörðuð sviknum loforðum og niðurskurði í samgöngumálum. �?að er illt að horfa upp á átthagafjötra íbúa Vestmannaeyja sem hæglega er unnt að leysa í bráð og lengd. Nægir til að mynda nánast eitt símtal samgönguráðherra Sjálfstæðisflokksins til að koma á aukaferð með Herjólfi að næturlagi með fisk og aðrar vörur.
�?rbætur á Hellisheiði hafa dregist úr hömlu. Sama gildir um tengivegi vítt og breitt um kjördæmið. Ekki bólar á þrílofuðum Suðurstrandarvegi, brú yfir Hvítá við Bræðratungu og breikkun á þriðja tugar brúa frá Klaustri að Höfn, sem í dag eru einbreiðar dauðagildrur.
Heilsugæsla hangir víða á bláþræði, aðbúnaður aldraðra og hreppaflutningar þeirra eru til skammar. Skóla- og menningar-mál eru vanrækt og verkmenntun og menntun sjómanna er í skötulíki. Við seljum orkuauðlindir okkar á útsöluverði til útlendra álbræðsluauðhringja til verðmætasköpunar erlendis og almenningur, bændur og almennur atvinnurekstur borgar brúsann með stórhækkuðu raforkuverði.
Langflest sveitarfélög í kjördæminu eru í fjársvelti vegna skertra tekjustofna og verkefna sem þau hafa tekið yfir með eða án samninga og geta ekki veitt íbúum sínum þá félagslegu umgjörð sem þeir eiga rétt á. Fjölmörg atvinnutækifæri fara forgörðum vegna okurvaxta í kjölfar ruðningsáhrifa forræðishyggju ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum þar sem ekkert kemst að nema álbræðslur með tilheyrandi umhverfisfórnum.
Og nú á að eyðileggja náttúruperluna �?jórsá. Hefðbundin atvinnustarfsemi, frumkvöðlar og nýsköpun hafa ekki aðgang að þolinmóðu fjármagni á heiðarlegum vöxtum frá einokunarbönkunum. Byggðastofnun verður að stórefla. Misskipting og fátækt blasir hvarvetna við meðan ofurauðmenn verða uppvísir að forkastanlegu bruðli og byggðaröskun.
Við stefnum hraðbyri frá félagslegu réttlæti í anda norrænnar velferðar. �?annig mætti lengi telja. Loforð ríkisstjórnarflokkanna fyrir þessar kosningar eru í reynd syndaregistur þeirra.
Vinstrihreyfingin �? grænt framboð hefur einsett sér að stórefla landsbyggðina og tryggja búsetujafnræði, meðal annars í samgöngumálum, raforkuverði, flutningskostnaði, fjarskiptum og skólamálum og að við leyfum þúsundum blóma að blómstra í atvinnumálum í eðlilegu rekstrarumhverfi. Við munum líka taka rösklega til hendinni í umhverfismálum, fyrir jafnrétti kynjanna, gegn kynbundnum launamun og kynbundnu ofbeldi, og í þágu barna og aldraðra. Við sættum okkur aldrei við mannréttindabrot.
Atli Gíslason skipar 1. sæti á framboðslista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst