Björgunarfélagið var kallað út tvisvar sinnum í dag en um miðjan dag byrjaði að hvessa verulega í Vestmannaeyjum. Appelsínugul viðvörun var í gildi fyrir Suðurland frá því klukkan 16 í dag og fram til hádegis á morgun.
Arnór Arnórsson formaður Björgunarfélagsins í Vestmannaeyjum sagði í samtali við Eyjafréttir að um tvö útköll hafi verið að ræða á svipuðum tíma um í dag. Tveir skjólveggir losnuðu í Bessahrauni og þakklæðing á Smáragötu, „annars hefur verið rólegt hjá okkur,” sagði Arnór.
Björn Sævar Einarsson veðurfræðingur sagði í fréttum á RÚV í kvöld að það lægi fyrst í Vestmannaeyjum eða upp úr miðnætti, síðan undir Eyjafjöllum og í Öræfum með morgninum.
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.