Íslensk erfðagreining í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Vestmannaeyjabæ býður íbúum Vestmannaeyja upp á skimun fyrir COVID-19 dagana 2.-4. Apríl.
Sýnataka fer fram við Íþróttahöllina í Vestmannaeyjum (sjá vegvísa á bílastæði).
Bókun fer fram með því að skrá sig hér
Að lokinni skimun verður svar birt á heilsuvera.is en hringt verður í alla sem reynast vera jákvæðir.
ATH þetta er ekki aprílgabb!
Hjörtur Kristjánsson
Umdæmislæknir sóttvarna á Suðurlandi
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst