Daði Páls ráðinn þjálfari
Daði Páls, var í dag ráðin þjálfari stjörnuliðsins af Gumma Pönk. Eins og sjá má á myndum réð Daði ekki við sig ánægju.
Gummi sagði við fjölmiðla að miklar kröfur væru gerðar til Daða Páls , ekkert annað en sigur kemur til greina, en jafntefli sleppur.
Daði sagði að hvíld væri besti undirbúningur fyrir þennan leik, sofa sem mest og ekkert Pepsí þamb fyrr en að leik loknum.
Allir fjölmiðlar bíða nú eftir að sjá hvað Birgir Reimar gerir, hver verður hans leikur á móti þessum stórkostlega leik Gumma.
Birgir Reimar lét ekki hafa mikið eftir sér á fréttamannafundinum en sagði að Daði kom aldrei til greina að hans hálfu sem þjálfari síns liðs, óreyndur , skapmikill og illa greiddur.
En eins og allir vita er stjörnuleikurinn á föstudaginn kl 18:00 og eru undirbúningur að hefjast í höllinni í fyrramálið. Meistarflokkar karla og kvenna í handbolta ætla að aðstoða við
undirbúning og framkvæmd á leiknum og er lofað stórkostlegri skemmtun og fólk beðið að mæta mjög tímalega.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.