Danskur Íslendingur kláraði heilan Járnkarl
Með mömmu og frænda. Stefán Þór með Birgi Jónssyni móðurbróður sínum og Elísabetu Jónsdóttur, móður sinni.

„Ég flutti til Danmerkur fyrir 31 ári. Er Eyjakona og foreldrar mínir voru Jón S. Þórðarson og Stefanía Stefánsdóttir og við fjölskyldan bjuggum á Boðaslóðinni. Flutti út með níu ára dóttur mína þar hef ég hef búið síðan. Náði mér í kærasta, varð ólétt og eignaðist Stefán Þór sem ég skráði strax sem íslenskan ríkisborgara. Aftur seinna til að ekki væri hægt að kalla hann í herinn,“ segir Elísabet Sigríður Jónsdóttir sem í síðustu viku var á ferð í Eyjum ásamt Stefáni Þór Jensen syni sínum.

Hlaupið 42 km um götur Kalmar.

Elísabet leggur mikla áherslu á að sonurinn er íslenskur og hann bjargar sér nokkuð vel á móðurmálinu. Hann vinnur hjá orkufyrirtæki sem kaupir og selur rafmagn til neytenda. Orðinn 29 ára þegar hann byrjaði hann að æfa Járnkarl, eina erfiðustu íþróttagrein sem til er. Syntir eru 3,8 kílómetrar, hjólað í 180 km og á endað á heilu maraþoni, 42 kílómetrum.

„Ég hafði aldrei keppt áður, skellti mér strax í heilan Járkarl í Kalmar í Svíþjóð 17. ágúst. Ekki leist öllum á að taka skrefið til fulls en allt gekk vel og á var ánægður með árangurinn,“ segir Stefán Þór.

Í heilum Járnkarli eru hjólaðir 180 kílómetrar.

Alls voru keppendur 2700 og 1817  komust í mark. „Tíminn minn var 12:15:04 og að verða númer 1012 fannst mér frábær byrjun á ferlinum. Hlaupið var erfiðast vegna þess að ég var snúinn á ökla en lét mig hafa það. Ég hljóp sem fulltrúi Íslands og er mjög stoltur af því. Vissi af tveimur Íslendingum, konu sem komst alla leið og karli sem ekki náði að klára hlaupið,“ sagði Stefán Þór og er hvergi nærri hættur.

Nýjustu fréttir

Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.