Leikverkið Djúpið verður sýnt í bæjarleikhúsinu í kvöld, föstudag. Ingvar E. Sigurðsson leikur eina hlutverkið í sýningunni sem hefur fengið afar góða dóma, m.a. fimm stjörnur bæði í Fréttablaðinu og í DV. Handritið skrifaði Jón Atli Jónasson en hann leikstýrði einnig myndinni.