Guðmundur Ásgeir Grétarsson, 28 ára varaformaður ÍBV B, auglýsingastjóri ÍBV, starfsmaður Vestmannaeyjabæjar og einn mesti áhugamaður handboltans á Íslandi hefur síðustu daga komið sér upp sínu draumaliði í handboltanum og er valinn maður í hverju rúmi. Já, draumaliðið ÍBV B gæti strítt öllum liðum í Olísdeildinni.
Hann vill ekki sleppa hendinni af Kára Kristjáni þó hann sé genginn til liðs við Þór á Akureyri. Það sama á við um fyrrum leikmenn ÍBV, Aron Rafn og Róbert Aron.
Hann sér fyrir sér að Ísak Rafnsson gæti orðið öflugur þjálfari ÍBV B. Þá er Halldór Kristinn leikmaður sem okkar maður vill fá í raðir ÍBV B.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst