Draumasveitarfélagið
27. október, 2014
Tímaritið �??Vísbending�?? hefur nokkur undanfarin ár skoðað rekstur stærstu sveitarfélaga landsins og gefið þeim einkunnir eftir nokkrum þáttum. Blaðið tekur fram að slík einkunnargjöf geti ekki veitt fullnægjandi svör vegna allra þeirra spurninga sem upp koma varðandi fjárhagslegt bolmagn sveitarfélaga og tekur Vísbending fram að sveitarfélög hafi stundum mótmælt niðurstöðunni því hún mæli ekki lífsgæði í sveitarfélögum. Vísbending áréttar því að einkunnargjöfin mæli fyrst og fremst fjárhagslegan styrk sveitarfélaganna.
6. okt. sl. kom út tölublaðið þar sem fjallað var um Draumasveitarfélagið árið 2013. Að mati Vísbendingar er Draumasveitarfélagið það árið Seltjarnarnes með einkunnina 9,3 og ætti því fjárhagslegur styrkur þess sveitarfélags að mestur allra sveitarfélaga landsins. Vestmannaeyjabær er í 6. sæti af þeim 35 sveitarfélögum sem voru skoðuð og hækkar um eitt sæti.
�?ar sem ég hef nánast �??nördískan�?? áhuga á rekstri sveitarfélaga og þá náttúrulega sérstaklega rekstri Vestmannaeyjabæjar langar mig að rýna sérstaklega í skrif Vísbendingar og varpa ljósi á stöðu Vestmannaeyjabæjar.
Almennt
�?að má segja að árangur okkar Eyjamanna sé viðunandi en ef við skoðum einkunn okkar þá er hún 6,9 eða heilum 2,4 undir einkunn Seltjarnarnes. Samkvæmt þessu er því fjárhagslegur styrkur Seltjarnarness töluvert betri en okkar. Einkunnir sveitarfélaganna eru gefnar út frá eftirfarandi fimm þáttum.
1. Skattheimtu.
2. Íbúaþróun.
3. Afkomu sem hlutfall af tekjum.
4. Hlutfalli nettóskulda af tekjum.
5. Veltufjárhlutfalli.
Tilraun Vísbendingar til að leggja mat á �??Drauma sveitarfélagið�?? er allra góðra gjalda verð og gefur stjórnendum sveitarfélaga tækifæri til leggjast yfir mælikvarðann og stöðuna.
�?g ætla hér á eftir að reyna að skoða hvaða einkunn Vestmannaeyjar fá í hverjum og einum þætti og þannig sjá hvað liggur að baki þess að við fáum einkunina 6,9. Samkvæmt því ættum við að geta séð hvar okkar helsti fjárhagslegi styrkur liggur og hvar veikleikar okkar liggja sem draga úr fjárhagslegum styrk okkar.
1. Skattheimta
Samkvæmt einkunnargjöf Vísbendingar þarf skattheimtan að vera sem lægst, sveitarfélög með útsvarshlutfallið 13,66% fá 10 í einkunn en sveitarfélög með hlutfallið 14,48 fá núll. Skalinn er í réttu hlutfalli þar á milli.
Okkar einkunn
Árið 2013 vorum við með útsvarsskattprósentuna í 14,48% og því er einkunn okkar úr þessum þætti 0,00. Há skattprósenta er því verulega að draga úr okkar fjárhagslega styrk.
Gagnrýni á þennan þátt einkunnargjafarinnar
Vissulega getur verið mjög gott að búa í sveitarfélagi þar sem skattar sveitarfélagsins eru lágir, sérstaklega ef um er að ræða ofþjónustu eða ef íbúar eru lítið að nýta sér þá þjónustu sem sveitarfélagið býður upp á. Sannarlega getur það verið sterkt merki um fjárhagslegan styrk sveitarfélagsins ef skattprósentan er lág, aftur á móti gæti það líka verið merki um popúlisma og mögulega stæðu skatttekjurnar illa undir lögbundinni þjónustu sveitarfélagsins eða að framkvæmdir og viðhald eigna hjá sveitarfélaginu séu í skötulíki. Einnig gæti lág skattheimta bent til að sveitarfélagið sé að innheimta há þjónustugjöld fyrir veitta þjónustu og því gæti það komið hart niður á þeim íbúum sveitarfélagsins sem þurfa mikið að nýta sér þjónustu sveitarfélagsins þannig að ávinningur af lægri sköttum verði minni en enginn. Í stuttu máli má sega að skattheimtan geti gefið vísbendingu um fjárhagslegan styrk sveitarfélagsins, en aftur er alveg eins líklegt að skattheimtan segi ekki neitt til um fjárhagslegan styrk sveitarfélagsins.
2. Íbúaþróun
Samkvæmt Vísbendingu þurfa breytingar á fjölda íbúa að vera hóflegar. Fjölgun á bilinu 1,6% til 3,6% gefur 10 og frávik um 1% frá þessum mörkum lækka einkunnina um einn heilan.
Okkar einkunn
Árið 2013 fjölgaði íbúum í Vestmannaeyjum um 1,0%. Við erum því 0,6% frá því að fá 10 í einkunn og þar sem hvert 0,1% dregur okkur niður um 0,1 ætti einkunn okkar því að vera 10 �?? 0,6 = 9,40. �?að er því ljóst að hófleg íbúaþróun hjá okkur á árinu 2013 eykur mjög fjárhagslegan styrk okkar.
Gagnrýni á þennan þátt einkunnargjafarinnar
�?að má vissulega taka undir með Vísbendingu að best sé að breytingar á íbúaþróun hjá sveitarfélögum séu hóflegar. Miklar sveiflur í íbúaþróun sveitarfélaga getur haft mjög neikvæð áhrif á reksturinn. Of mikil þensla eða samdráttur á stuttum tíma skapar alltaf hættu í rekstri. �?að sem skiptir þó ekki minna máli í íbúaþróuninni er samsetning íbúanna, t.d. aldurssamsetning varðandi þjónustuþörf og hvað stórt hlutfall íbúanna er að skila tekjum til sveitarfélagsins. Íbúaþróunin getur því sagt töluvert um á hvaða leið sveitarfélagið er og um hvaða hættur og tækifæri eru í rekstrinum en maður setur spurningu um það hvort íbúaþróunin segi eitthvað til um fjárhagslegan styrk sveitarfélags í núinu.
3. Afkoma sem hlutfall af tekjum.
Samkvæmt Vísbendingu er það merki um mikinn fjárhagslegan styrk ef afkoma sem hlutfall af tekjum sé sem næst 10%. �?að afkomuhlutfall gefur einkunnina 10. Dreginn er frá 1 fyrir hvert prósentustig sem sveitarfélag er fyrir neðan 10% hlutfall en fyrir hvert prósentustig sem hlutfallið er fyrir 10% er dregið frá 0,33 frá 10.
Okkar einkunn
Afkoma okkar sem hlutfall af tekjum er 15,24%. Við erum því 5,24% fyrir ofan það hlutfall sem er vísbending um mikinn fjárhagslegan styrk. Einkunn okkar lækkar því um 5,24 * 0,33 = 1,74 stig. Einkunn okkar er því: 10 �?? 1,74 = 8,26.
Gagnrýni á þennan þátt einkunnargjafarinnar
Vísbending kemur ekki með nein bein rök fyrir því af hverju 10% afkomu hlutfall sé æskilegra en annað hlutfall þegar að kemur að fjárhagslegum styrk. Vísbending segir einungis í þessari umfjöllun að eðlilegt má telja að afgangur af rekstri sé nálægt 10%. Klárlega vill Vísbending meina að ef hlutfallið sé undir 10% sé líklegt að sveitarfélagið lendi í erfiðleikum með að standa undir skuldbindingum sínum eða hafi ekki fjármagn til að standa í framkvæmdum í framtíðinni. Að sama skapi vill Vísbending væntanlega meina að ef hlutfallið fari yfir 10% þá sé það merki um að sveitarfélagið sé annað hvort að innheimta of háa skatta eða að þjónustustigi þess sé ábótavant. �?ó að þetta séu haldgóð rök þá er alltaf spurning um hvað er æskilegt afkomuhlutfall, það má allt eins halda fram að þessi 10% séu lágmarks afkomuhlutfall en 15% sé æskilegt hlutfall. En þegar að hlutfallið er komið yfir 15% sé komið svigrúm til að fara að lækka skattheimtu. Eitt verður þó að hafa í huga að þetta afkomuhlutfall inniheldur reiknaða liði, m.a. afskriftir, breytingu á lífeyrisskuldbindingu, verðbreytingu og gengismun. Mörg sveitarfélög eru töluvert skuldsett í erlendum myntum og miklar gengissveiflur (eins og við höfum orðið vitni að) geta því sveiflað þessu afkomuhlutfalli töluvert. Spurning hvort ekki væri betra að horfa til veltufé frá rekstri upp á að meta framkvæmda- og greiðslugetu sveitarfélaga frekar en afkomuhlutfallið.
4. Hlutfall nettóskulda af tekjum.
Samkvæmt Vísbendingu er ákjósanlegast að hlutfall nettóskulda af tekjum sé sem næst 1,0. Frávik um 0,1 yfir þessu hlutfalli lækkar einkunnina um 1,0 frá einkunninni 10. Frávik um 0,1 fyrir neðan þetta hlutfall lækkar hana um 0,2. Ástæðan fyrir því að Vísbending vill hafa þetta hlutfall nettóskulda sem næst 1,0 er sú að ef skuldir eru mjög litlar þá geti það bent til þess að sveitarfélagið haldi að sé höndum við framkvæmdir. �?að er því væntanlega merki um fjárhagslegan styrk að þeirra mati að sveitarfélög skuldsetji sig að einhverju marki fyrir framkvæmdum.
Okkar einkunn
Skuldahlutfall okkar er 0,4 sem er 0,6 undir því sem Vísbending þykir best. Við erum því sex frávikum frá því sem best þykir og lækkar einkunn okkar því um 6 * 0,2 = 1,2. Einkunn okkar er því 10 �?? 1,2 = 8,80
Gagnrýni á þennan þátt einkunnargjafarinnar
Almennt myndi maður telja að sem lægst skuldahlutfall hjá sveitarfélögum sé æskilegast þegar að það kemur að umræðu um fjárhagslegan styrkleika þess. �?ó svo þetta skuldahlutfall sé lægri en 1,0 er það langt frá því að vera sjálfgefið að sveitarfélagið haldi að sér höndum þegar að kemur að framkvæmdum. Árið 2013 voru eignfærðar framkvæmdir hjá okkur 556 milljónir og frá árinu 2009 höfum við eignfært framkvæmdir fyrir tæpa 2,5 milljarða, og þetta er fyrir utan allar gjaldfærðar framkvæmdir eins og vegaframkvæmdir og viðhald húsa.
Hluti af skuldbindingum okkar er fyrirfram innheimt leiga vegna vatnsleiðslunnar sem liggur milli lands og Eyja. �?etta er skuldbinding sem hefur engin áhrif á rekstur okkar því leigan tekjufærist á móti afskriftum og við rekum vatnsleiðsluna alltaf á núllinu. En þar sem þessi fyrirfram innheimta leiga er alltaf færð sem skuld í bókum okkar hefur maður áhyggjur af því að við myndum skora lægra í könnunum þar sem fjárhagslegur styrkur okkar er mældur. Í ársreikningi ársins 2013 er þessi skuldbinding 480 milljónir alls, ef við tökum þessa skuldbindingu út fyrir sviga og lækkum skuldir okkar sem þessu nemur lækkar nettó skuldahlutfall okkar niður í 28% en í stað fyrir að það myndi sýna aukin fjárhagslegan styrk hjá okkur í könnun Vísbendingar, þá dregur úr honum því einkunnin fyrir þennan þátt færi úr 8,80 niður í 8,56.
Stærsti hluti heildarskulda og skuldbindinga okkar er lífeyrisskuldbindingin, í lok árs 2013 var hún rúmlega 2,5 milljarðar, eða um tæplega 65% af heildarskuldum og skuldbindingum okkar. Lífeyriskuldbindingin er reiknaður liður og er hún metin út frá nokkrum þáttum sem eru tíundaðir í reglugerð um útreikning lífeyrisskuldinga. Allir slíkir matskenndir reiknaðir liðir eru haldnir töluverðri óvissu, skuldbindingin gæti því verið vanmetin eða ofmetin. �?að myndi vera mjög mikið áfall ef það kæmi í ljós einhverja hluta vegna að lífeyrisskuldbinding okkar hefði verið stórlega vanmetin og hún myndi tæplega tvöfaldast og fara upp í rúma 5 milljarða. En svo einkennilegt sem það er þá myndi útreikningar Vísbendingar sýna að fjárhagslegur styrkur okkar vegna þessa liðar myndi aukast verulega og við myndum fá 10 í einkunn fyrir þennan lið. Ef það myndi hins vegar gerast að allir þeir sem eiga bein eða óbein réttindi í sjóðnum okkar myndu á einhvern mjög dularfullan hátt falla frá á einu bretti myndi það hafa þær afleiðingar að allar lífeyrisskuldbindingar okkar myndu falla niður. Gleðin yfir því myndi að sjálfsögðu vera mjög tregafull en engu að síður væru tæplega 65% heildarskuldum sveitarfélagsins horfnar og maður myndi nú ætla að fjárhagslegur styrkur sveitarfélagsins myndi nú aukast verulega við það. En samkvæmt útreikningum Vísbendingu myndi það hafa mjög slæm áhrif á þennan þátt á útreikningi á fjárhagslegum styrk okkar. Einkunn okkar myndi lækka úr 8,80 niður í 7,60. Ennfremur samkvæmt þessu gæti tekjusamdráttur verið merki um aukin fjárhagslegan styrkleika.
Í stuttu máli má sega að þessar forsendur Vísbendingar geta ekki sagt neitt til um fjárhagslegan styrk sveitarfélaga. �?að hlýtur að vera keppikefli sveitarfélaga að hafa skuldir sínar sem minnstar, þannig eru þau betur í stakk búinn að taka stórum fjárhagslegum áföllum í þjóðfélaginu án þess að þurfa að skerða þjónustu.
5. Veltufjárhlutfall
Veltufjárhlutfall er hlutfallið á milli veltufjármuna og skammtímaskulda, þ.e. hversu oft getum við greitt skammtímaskuldir okkar með veltufjármunum okkar. Samkvæmt Vísbendingu er æskilegast að hafa veltufjárhlutfallið sem næst 1,0, en það hlutfall gefur einkunnina 10. Ástæðan fyrir því að Vísbending telur að þetta hlutfall sýni mesta fjárhagslega styrkinn er sú að þá sé lausafjárstaðan góð en sveitarfélagið hafi ekki of mikla peninga í lélegri ávöxtun. Frávik um 0,1 fyrir neðan hlutfallið gefur 1 í frádrátt en frávik um 0.1 fyrir ofan hlutfallið gefur 0,2 í frádrátt. Allt veltufjárhlutfall yfir 2,0 fær hins vegar 8,0 í einkunn.
Okkar einkunn
Veltufjárhlutfall samstæðurnar hjá okkur er 6,25, langt fyrir ofan það sem Vísbendingu þykir ásættanlegt. Við erum 5,25 fyrir ofan það sem ásættanlegt er, en þar sem allt velturfjárhlutfall yfir 2,0 fær einkunnina 8,0 þá verður það okkar einkunn fyrir þennan þátt.
Gagnrýni á þennan þátt einkunnargjafarinnar
Vísbending gefur sér það að ef Veltufjárhlutfallið fari yfir 1,0 þá sé sveitarfélagið með peninga í lélegri ávöxtun. Vissulega hefur ávöxtun á mörkuðum ekki verið góð í ár og í fyrra, en ef við horfum á ávöxtun fjármuna okkar frá árinu 2008 þá má segja að raunávöxtun þeirra fjármuna sem við höfum verið með í ávöxtun hafi að jafnaði verið um 5,5% á ári, þ.e. rúmlega 5% yfir vísitöluhækkanir. En að vísu verður ekki framhjá því litið að það eykur áhættustig í rekstrinum að vera með mikið af handbæru fé sem þarf að ávaxta, enda höfum við eins og við getum reynt að greiða niður skuldir okkar, eftir bankahrunið jukum við framkvæmdarstig okkar mikið og á síðasta ári keyptum við eignir okkar til baka af Fasteign fyrir 1,8 milljarð og greiddum við fyrir það með handbæru fé. En það skýtur samt skökku við að ef skammtímaskuldir okkar myndu aukast um tæpa 2 milljarða eða ef við myndum eyða eða tapa öllu okkar handbæra fé þá myndi fjárhagslegur styrkleiki okkar aukast samkvæmt úttekt Vísbendingar.
Samantekt.
Ef við tökum saman einkunn okkar úr hverjum þætti og finnum út vegið meðaltal þá lítur það svona út.
Einkunn:
1. Skattheimta: 0,00
2. Íbúaþróun: 9,40
3. Afkoma sem hlutfall af tekjum: 8,26
4. Hlutfall nettóskulda af tekjum: 8,80
5. Veltufjárhlutfall: 8,00
________________________________________________
Vegið meðaltal: 6.89 => Vísbending gefur okkur 6,9
�?að er fyrst og fremst útsvarsskattprósentan sem dregur okkur niður í þessari einkunnargjöf þar sem við fáum 0 fyrir þann lið. �?egar að horft er á alla þessa þætti í heild sinni og hvernig er gefið er fyrir þá er vel hægt að taka undir að það mælir fjárhagslega stöðu sveitarfélaga og það mælir mjög vel fjárhagslega veikleika en eins og forsendur eru settar fyrir einkunnargjöfinni þá set ég spurningu við hversu vel það mælir raunverulega fjárhagslegan styrk eins og Vísbending segir að segir að þessi könnun geri. �?að hljómar ekki rétt að fjárhagslegur styrkleiki sveitarfélags geti aukist ef lífeyrisskuldbindingar tvöfaldist eða ef samdráttur verður í tekjum. Að sama skapi getur samkvæmt einkunnargjöfinni dregið úr fjárhagslegum styrkleika ef það kemur í ljós að Lífeyrisskuldbindingar hafi verið ofmetnar í reikningum sveitarfélagsins.
Fylgt úr hlaði
Viðleitni Vísbendingar til að koma mælistiku á gæði í fjárhagslegum rekstri sveitarfélaga er allra góðra gjalda verð. Vandséð er að aðrar mælingar séu betri og mér vitanlega er ekki um aðra betri að ræða í öðrum miðlum. Skrif mín hér að ofan eiga ekki að skoðast sem gagnrýni á þessa viðleitni Vísbendingar heldur eru þau eingöngu sett fram til að sýna fram á að sannleikurinn um �??Drauma sveitarfélagið�?? er flóknari en svo hann verði allur sagður í skrifum sem þessum.

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst