Draumur um listaverkabók með myndum af völdum listaverkum af Eyjunum
Fimmtudaginn 27. nóvember sl., var boðið upp á afar áhugavert hádegiserindi í Sagnheimum, byggðasafni. �?angað var kominn Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur og erindi hans var tvíþætt: Annars vegar spjallaði hann um hugmynd sína að útgáfu listaverkabókar sem hefði Vestmannaeyjar að útgangspunkti og hins vegar var hann kominn til að opna Kjarvalssýningu í Einarsstofu í tilefni af því að í ár eru rétt 100 ár liðin síðan Kjarval var hér og málaði, þá kornungur maður.
Aðalsteinn hóf spjall sitt á því að segja að enginn staður á Íslandi, fyrir utan höfuðborgina, hefði orðið oftar viðfangsefni myndlistarmanna og Vestmannaeyjar. Af þeim sökum hefði hann árum saman alið með sér þann draum að setja saman listaverkabók með myndum af völdum listaverkum af Eyjunum í öllum sínum margbreytileika. Fyrir um ári viðraði hann hugmynd sína við Elliða Vignisson bæjarstjóra sem benti honum á að ræða við Kára Bjarnason forstöðumann Safnahúss.
�??�?g gerði það,�?? sagði Aðalsteinn, �??og Kári kom mér í samband við Listvini Safnahúss sem eru komnir á fullt með mér í verkefninu.�?? Aðalsteinn sagði að til þess að bók sem þessi gæti orðið að veruleika þyrfi samhentur hópur eins og Listvinir Safnahúss að koma með sér í verkefnið, �??það þarf að fara inn á heimili allra þeirra sem eiga listaverk sem tengjast Vestmannaeyjum og fá að mynda verkin og það þarf að skrá helstu upplýsingar um höfund, stærð, myndefni o.s.frv�??, sagði Aðalsteinn.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.