Efnilegir Eyjamenn skrifa undir
Heidmar Alexander Siggi Cr
Heiðmar Þór, Alexander Örn og Sigurður Valur. Ljósmynd/ibvsport.is

Eyjamennirnir Sigurður Valur Sigursveinsson, Heiðmar Þór Magnússon og Alexander Örn Friðriksson hafa allir skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild ÍBV sem gildir út keppnistímabilið 2027. Greint er frá samningsgerðinni á vefsíðu ÍBV.

Strákarnir hafa allir leikið með yngri flokkum ÍBV upp allan sinn feril og eiga einnig allir systkini sem hafa leikið eða leika enn með meistaraflokkum ÍBV. Stjórn knattspyrnudeildar bindur miklar vonir við að framtíð leikmannanna verði björt og að þeir geti aðstoðað liðið í þeirri baráttu sem framundan er á næstu árum inni á vellinum.

Sigurður er fæddur 2008 og lék 13 leiki fyrir KFS í 4. deildinni á síðustu leiktíð, þá lék hann fyrsta leik sinn fyrir meistaraflokk ÍBV um helgina þegar liðið mætti Stjörnunni í Lengjubikarnum. Heiðmar er einnig fæddur 2008 en hann lék 17 leiki og skoraði í þeim 9 mörk á síðustu leiktíð með KFS og lék eins og Sigurður sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk ÍBV nú um helgina.

Alexander Örn er fæddur 2007 og lék 23 leiki á síðustu tveimur tímabilum með KFS í 3. og 4. deildinni, í þeim skoraði hann tvö mörk. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk ÍBV, gegn Stjörnunni um helgina, líkt og Heiðmar og Sigurður, segir í fréttinni.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.