Eyjamaðurinn og fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, Hermann Hreiðarsson, var að sjálfsögðu staddur í Vestmannaeyjum á meðan Orkumótinu stóð. Síðustu daga hefur Hermann verið að láta til sín taka á allt öðrum vettvangi en hann er vanur en hann mun fara með hlutverk í kvikmyndinni Víti í Vestmannaeyjum. �?egar blaðamaður hitti Hermann á Týsvellinum var hann í óðaönn að undirbúa sig fyrir tökur en þessi mikli leikari gaf sér þó tíma til að ræða málin.
�??�?g er kvikmyndastjarna, ekki leikari,�?? sagði Hermann auðmjúkur í upphafi viðtalsins. �??�?g er kallaður �??The Talent�?? á settinu en það segir allt sem segja þarf.�??
Aðspurður út í hlutverk sitt í kvikmyndinni var fátt um svör hjá Hermanni. �??�?g veit eiginlega ekkert hvað ég má segja um þetta hlutverk en ég mun vera að leika sjálfan mig. En þetta er búið að vera alveg hrikalega skemmtilegt, ég er þakklátur og spenntur,�?? sagði Hermann sem tók einmitt þátt í fyrsta pollamótinu á sínum tíma. �??Lárus heitinn Jakobsson, sem stofnaði þetta mót, var búinn að vera að byggja upp spennu hjá okkur peyjunum allan veturinn og búinn að tala mikið um þetta áður en mótið var fyrst haldið. Að sjá hvernig þetta hefur vaxið og hvernig þetta mót hefur orðið stór hluti af íslensku íþróttalífi er bara frábært,�?? sagði Hermann að lokum, í þann mund sem hann var kallaður á sett.