Stefán Jónasson oddviti E-listans í Vestmannaeyjum sagði í samtali við Eyjafréttir að hann fagni stjórnarslitunum og telur hann að stjórnarslitin hafi ekki nein veruleg áhrif á samfélagið í Vestmannaeyjum.
�??Málefni Herjólfs eru í höndum Vegagerðarinnar og eru komin þar í farveg. �?g hef hinsvegar miklar áhyggjur af því hversu mikil orka fer í umræður um samgöngumál núna þegar búið er að ákveða hvernig þau eiga vera. Okkur skortir áhuga um málefni sjúkrahúsins og þá þjónustu sem er nauðsynlegt að hafa í Vestmannaeyjum. �?að virðist enginn þingmaður, hvorki frá síðustu stjórn né núna beita sér fyrir því að staða sjúkrahússins lagist hér í Vestmannaeyjum. �??
Stefáns sagðist einnig draga það í efa að samruni við HSU hafi verið til góðs. �??�?g hefði viljað að sjúkrahúsið hefði verið rekið eins og það var. �?að vissu allir að því var skammtaður of lítill peningur þegar það var rekið hér.�??
Heilbrigðismál Vestmannaeyja eru mál sem Stefáni finnst að eigi að vera efst á lista okkar og að Eyjamenn eigi að vera háværari gagnvart þeim vandamálum.
�??Allir flokkar töluðu fyrir síðustu kosningar um að hér væri nauðsynlegt að væri fæðingarþjónustu, hvar er sú umræða núna?�??
Að lokum sagði Stefán að hans ósk væri sú að eftir kosningarnar myndum við sjá vinstri stjórn og Sjálfstæðismönnum yrði gefið frí.