Eimskip og handknattleiksdeild ÍBV í samstarf
Eimskip Ibv Ibvsp
Fulltrúar ÍBV ásamt svæðisstjóra Eimskips í Eyjum. Ljósmynd/ibvsport.is

Eimskip og handknattleiksdeild ÍBV hafa undirritað samstarfssamning um að Eimskip verði aðalstyrktaraðili ÍBV næstu tvö keppnistímabil. Frá þessu er greint í tilkynningu á vefsíðu íþróttafélagsins.

Sigursveinn Þórðarson, svæðisstjóri Eimskips í Vestmannaeyjum, undirritaði samninginn fyrir hönd fyrirtækisins og sagði við þetta tilefni:

„Íþróttalífið í Vestmannaeyjum hefur alla tíð verið metnaðarfullt og haft mikið forvarnargildi fyrir samfélagið hér. Það er okkur hjá Eimskip mikil ánægja að geta stutt vel við það góða starf sem handknattleiksdeildin hér vinnur og gefið þannig til baka til svæðis og samfélags sem við höfum lengi átt í góðum tengslum við.“

Hjörvar Gunnarsson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar ÍBV, er ánægður með þetta nýja samstarf. „Það er frábært fyrir okkur að fá fyrirtæki eins og Eimskip til að styðja við bakið á okkur. Þessi samstarfssamningur er gríðarlega mikilvægur þeirri vegferð sem við erum á og hjálpar ÍBV mikið að ná okkar markmiðum.“

Nýjustu fréttir

Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.