Það var frekar rólegt hjá lögreglu í vikunni sem leið og um helgina enda fáir að skemmta sér. Að vanda hafði lögreglan öflugt eftirlit með veitingastöðum bæjarins og voru einhver brögð að því að þeir lokuðu ekki á tilsettum tíma. Þá þurfti lögregla að aðstoða borgarana vegna hinna ýmsu vandamála sem upp komu.