Nákvæmlega 45 árum eftir að eldgos hófst á Heimaey var ég, ásamt syni mínum, staddur heima hjá móður minni í kaffisopa. Ef litið er út um eldhúsgluggann sem snýr í austur blasir við Eldfell í allri sinni dýrð. �?að er kannski ekki tignarlegasta fjallið á jarðarkringlunni né það hnarreistasta en það hefur óneitanlega haft ómæld áhrif á þær þúsundir manna sem bjuggu í Vestmannaeyjum í ársbyrjun 1973. Að verða vitni að því að sjá og heyra jörðina opnast, eldglæringar lýsa upp himininn og vikurmola rigna er ekkert minna en ótrúlegt og eflaust yfirþyrmandi.
�?arna stóð ég, 45 árum síðar, og gat ekki með nokkru móti skilið hvað hefur farið í gegnum huga fólksins sem lagði leið sína niður á bryggju um miðja nótt þann 23. janúar 1973 með lítið annað en sjálft sig og sína nánustu. Móðir mín, sem var á áttunda aldursári þegar eldgosið hófst, hafði skrifað endurminningu sína í meistaranámi fyrir einhverjum átta árum og vildi svo til að skjalið var opið í tölvunni þegar ég heimsótti hana.
�?að fyrsta sem sló mig við lesturinn var hversu afslappað fólk var, enginn virtist fara á taugum þrátt fyrir rauðglóandi eldtungur í næsta nágrenni. Amma Jórunn hellti upp á kaffi og eftir smá snæðing var farið að huga að brottför. �?egar komið var í bátinn kom fólk sér fyrir í koju, ef þær voru á annað borð til staðar, annars var bara legið í lestum bátanna, innan um illa lyktandi veiðarfæri. Var æludallurinn síðan látin ganga á milli eftir þörfum. Í dag minnir þessi sjóferð hana mömmu á þátt úr myndaflokki sem fjallar um vesturfarana.
Ritgerð mömmu fjallar sömuleiðis um Noregsferðina sem börnum á aldrinum 8-15 ára stóð til boða að fara í um sumarið. �?rátt fyrir að vera ekki orðin átta ára fékk mamma leyfi til að fara til Noregs í tíu daga. Maður á erfitt með að ímynda sér þetta gerast í dag. Reyndar á maður erfitt með að ímynda sér flest allt tengt gosinu enda lýsingarnar frá því eitthvað sem maður rekst helst á í skáldskap.
�?etta er einungis lítið brot af upplifun einnar tæplega átta ára stelpu í gosinu. Margar af þessum mögnuðu sögum hafa verið sagðar og skráðar en margfalt fleiri eiga enn eftir að líta dagsins ljós og munu sennilega flestar þeirra aldrei gera það. �?að væri í það minnsta spennandi og verðugt verkefni að taka saman fleiri sögur úr gosinu.