Einar ríki og fjölskylda í Sigurjónssafni

Einstæð sýning mynda eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara var opnuð núna um helgina í listasafninu sem við hann er kennt á Laugarnestanga í Reykjavík. Þarna er sýnt opinberlega í fyrsta sinn fjölskylduverkefni sem Sigurjón tók að sér árið 1963 fyrir Einar Sigurðsson útgerðarmann.

Sýndar eru alls 17 myndir af Einari ríka sjálfum, af Svövu Ágústsdóttur, síðari eiginkonu hans, tíu börnum þeirra og föður Einars, Sigurði Sigurfinnssyni útvegsbónda og einum af frumkvöðlum vélbátaútgerðar í Vestmannaeyjum.

Af börnunum eru vangamyndir á vegg en af hinum fullorðnu eru brjóstmyndir, sitjandi myndir eða standandi myndir. Sýningin nefnist Barnalán og sú mynd sem hefur trúlega hvxað mest áhrif á sýningargesti nefnist Barnakarlinn.  Sú sýnir Einar sitjandi með Auði dóttur sína í fanginu 1964.

Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur telur að fjölskyldusafnið eigi sér varla hliðstæðu í allri veröldinni. Dæmi eru vissulega um það erlendis að málarar hafi verið fengnir til að mála á striga myndir af heilum fjölskyldum en hér erum við að tala um skúlptúra af Einari ríka og fólkinu hans!

Sýningin Barnalán verður Listasafni Sigurjóns Ólafssonar til 27. ágúst. Það er opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 13 til 17 i vetur en alla daga að mánudögum undanskildum í sumar, kl. 13-17.

  • Við fjöllum frekar um þessa afar athyglisverðu listsýningu í Eyjafréttum sem út koma 16. febrúar og tökum hús á kjarnakonunni Birgittu Spur, ekkju Sigurjóns Ólafssonar, heima á Laugarnestanga. Hún rifjar meðal annars upp samskipti Sigurjóns og Einars ríka og vinnu listamannsins fyrir útgerðarmanninn í Eyjum.

Mynd:

Sýningin á efri hæð Sigurjónssafns.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.