„Við þurfum að taka þrjú stig í þessum leik og treysta á að Blikarnir misstígi sig. Við þurfum að klára okkar, sagði Finnur Ólafsson miðjumaður ÍBV en liðið mætir Selfyssingum í Pepsi-deildinni klukkan 17:15 í dag. „Ég sá ekki FH-Selfoss en ég er búinn að heyra að Selfyssingarnir voru ef eitthvað er betri þannig að þetta verður virkilega erfiður leikur og við þurfum að eiga toppleik til að sigra.”