Einstaklingar í sóttkví í Eyjum (uppfært)

Áður kom fram í frétt Eyjafrétta að þrjú sýni frá Vestmannaeyjum væru til rannsóknar. Það er ekki rétt, misskilningur varð milli blaðamanns og viðmælanda um uppruna sýnanna.

Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga við Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sagði í samtali við Eyjafréttir að enn hafi ekkert staðfest smit af COVID-19 verið greint í Vestmannaeyjum.

Það eru aðilar í sóttkví í Eyjum en enginn í einangrun að sögn Hjartar.

Gestir á HSU hafa tekið eftir breyttu verklagi við innganga í heimsóknartímum. Um helgina voru allar hurðir stofnunarinnar læstar og gestum aðeins hleypt inn eftir samtal við starfsmann HSU. Miði hékk við inngang þar var fólk með kvef eða hósta beðið um að hafa samband í síma 1700. Hjörtur segir þetta verklag vera hluti af sóttvarnaraðgerðum.

 

Nýjustu fréttir

Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.