Eitt af stærstu verkefnum Hafró
24. mars, 2025
Þórunn Þórðard Hafro.is
Þórunn Þórðardóttir HF 300. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Þórunn Þórðardóttir HF 300, nýtt rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, kom til hafnar í Hafnarfirði í gær eftir það lauk sínum fyrsta leiðangri. Þórunn var hluti af verkefninu Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum. Þrjú önnur skip tóku þátt í verkefninu, togararnir Breki og Þórunn Sveinsdóttir og rannsóknaskipið Árni Friðriksson. Um borð í þessum fjórum skipum unnu 32 rannsóknamenn og um 70 áhafnarmeðlimir. Togað var á 580 stöðvum á 20-500 m dýpi umhverfis landið, segir í frétt á vef Hafrannsóknastofnunnar.

Verkefnið er mjög viðfangsmikið og eitt af stærstu verkefnum Hafrannsóknastofnunar. Gögnum sem safnað er gegna lykilhlutverki í stofnmati og veiðiráðgjöf fyrir flestar íslenskar botnfisktegundir. Gögnin eru einnig mikilvæg fyrir ýmiskonar vistfræðirannsóknir. Í verkefninu er gögnum safnað um fiska sem flokkast ekki sem nytjategundir og eru þau notuð til að skoða breytingar í tegundafjölbreytileika, m.a. með tilliti til breytinga í hitastigi sjávar.

Sjá einnig: Fóru 2490 sjómílur í rallinu – Eyjafréttir

Þorksmagar, mengunarefni og rusl á sjávarbotni meðal rannsóknarefna

Skoðað hefur verið í maga þorskfiska í fjöldamörg ár og metinn breytileiki í fæðu eftir svæðum og árum. Í leiðangrinum er einnig safnað sýnum vegna ýmissa annara rannsókna, t.d. á mengunarefnum í sjávarfangi og mat lagt á magn rusls á sjávarbotni. Auk þess var botndýrum sem fást sem meðafli safnað á nokkrum stöðvum um borð í Þórunni Þórðardóttur til að fylgjast með lífmassa, fjölbreytileika og útbreiðslu botndýra við Ísland.

Þórunn Þórðardóttir tók stöðvar út af Vestfjörðum og fyrir norðan land. Það fór vel um alla í leiðangrinum en aðstaða um borð er góð. Rými til mælinga, bæði á millidekkinu og í rannsóknastofu, er gott og hentaði mjög vel fyrir mælingarnar sem fóru fram, segir í fréttinni.

Rannsoknafolk A Thorunni 2
Rannsóknafólk Hafrannsóknastofnunar um borð í Þórunni Þórðardóttur en alls tóku 32 rannsóknamenn og um 70 áhafnarmeðlimir á fjórum skipum þátt í verkefninu Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum þetta árið. Mynd/Hafró
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.